Vágestur eða lífsbjörg þjóðarinnar?
22.7.2010 | 09:32
Ég hef áður bendt á það,að það sé þörf að kanna fæðuöflun makrílsins.sjá grein"Frjálsar veiðar á úthafsrækju"
En niðurstaða leiðangurs rannsóknarskip Hafró,er sú sem ég óttaðist.
Við eigum ekki að hika við að veiða makrílinn,til að reyna bjarga öðrum tegundum.
Makríllinn eins og ryksuga og tekur allt sem hann nær í | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Ég hef svarað spurningunni um vágestinn.
En um bjargætt þjóðarinnar.
Það má hugleiða það í tvennum skilningi.Fyrsta er að talsvert fjármagn hlýst að því að veiða og vinna makrílinn,ekki veitir okkur af í því ástandi,sem við búum við.Hins vegar,þar sem að Írar hafa krafist þess,af stjórnarmönnum ESB að ef við hættum ekki veiðum á makrílnum verði ekki samið við okkur um inngöngu í ESB.
Ingvi Rúnar Einarsson, 22.7.2010 kl. 14:26
Ég er sammála þér Ingvi, við eigum að veiða þessi dýr af miklum krafti og hunsa ESB. Þá er möguleiki á að þau hætti að bjóða okkur gull og græna skóga fyrir að ganga til liðs við sig.
Einnig las ég viðtalið við Hrólf og fannst athyglisvert hvað hinn reyndi skipstjóri sagði um makrílinn.
Jón Ríkharðsson, 22.7.2010 kl. 19:26
Sæll Jón.Velkominn í land.Ég tel að þú hafir verið út á sjó,það er langt síðan þú hefur komið fram á blogginu.
Ég er mjög ánægður að það skuli koma fram,hjá Hafró,hvílíkur skaðræðisfiskur makríllinn er á okkar mið.Hafró hefur líka verið sammála með að auka hvalveiðar,vegna vaxandi hvalastofn,sem hefur ekki síður áhrif á líflíkið í sjónum.
Ég hef einnig bendt á skötuselinn,það þarf einnig að kanna fæðisöflun hans.
Menn verða að huga,og halda jafnvægi í hafinu.Ef ein tegund vex óeðlilega mikið,þá er það á kostnað annar tegunda.
Ingvi Rúnar Einarsson, 22.7.2010 kl. 23:35
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.