Mannýg naut.

 Ég vona að konan nái sér fljótt.

 Við þessa frétt,var mér hugsað til þess,er ég var 8 ára.Á stríðsárunum voru börn send á barnaheimili,vítt um landið á sumrin.Ég var þá á Staðarfelli,Dölum.

Eitt sinn var barnahópurinn í gönguferð,um sveitina.Kom þá boli æðandi í átt að okkur.Greip mikil hræðsla,og hópurinn tvístraðist um svæðið.Krakkarnir földu sig innan um runna,í skurðum og víða.

Ekki vannst bola að vinna á okkur mein,en krakkarnir þorðu sig ekki að hreyfa.Eftir að hafa verið í felustað sínum í langan tíma,fór þeir að læðast heim að Staðarfelli eitt og eitt í einu.Var langt liðið á kvöld,er allir krakkarnir voru komnir.Ég gat trúað því að forstöðukonan hafi varpað öndinni léttar,er hún hafði fengið fulla tölu í hús.

 


mbl.is Nautgripur réðst á konu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband