Sjómannadagur.Höfum einkunarorð dagsins:Íslensk skip með íslenskan fána.

 Sjómenn og félagar.Ég óska ykkur og fjölskyldu ykkar til hamingju með daginn.

 Köllum á ímynd sjómannsins.Gerum unga menn fært að feta í fótspor feðra sinna.Það gerum við með að skrá íslensk skip á Íslandi.Ísland er eyja,því á þjóðin að koma í veg,að farmannastéttin deyi út.

 Kæru vinir,njótið dagsins í faðmi fjölskyldunnar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Innilegar hamingjuóskir til allra sjómanna og fjölskyldna þeirra.

Ásdís Sigurðardóttir, 5.6.2010 kl. 19:24

2 identicon

Þakka ykkur fyrir.

Það er búið að skera niður hjá landhelgisgæslunni og verið er að leggja niður sjómannaafsláttinn.

Ég vil að sjómannadagurinn verði líka afnuminn.  Til hvers að heiðra okkur sjómenn í dag?  Við erum jú svo ríkir og höfum það gott.  Ekki er frídagur bankamanna eða útrásarvíkinga?

Stefán Júlíusson (IP-tala skráð) 5.6.2010 kl. 19:50

3 Smámynd: Ingvi Rúnar Einarsson

Ásdís.Innilegar þakkir fyrir árnaðaróskir til sjómanna.Flestir íslendinga eiga en minningar um feður sína,er þeir störfuðu að sjómennsku.Vonandi rís ímynd sjómannsins aftur úr öskustónni.

Ingvi Rúnar Einarsson, 6.6.2010 kl. 13:07

4 Smámynd: Ingvi Rúnar Einarsson

Stefán.Þakka innleggið,ég vil líta á það sem grín,líkt og fólk er láta viðgangast,til að gleyma ástandinu,og reyna láta sem ekkert sé.En þörf er fyrir breytingar og byggja upp nýtt Ísland,ekki með einhverri bankastarfsemi,heldur nýta okkar auðlindir.Ekki má það verða,að þjóðin gefist upp,og leiti undir svikavæng ESB.Njóttu dagsins.

Ingvi Rúnar Einarsson, 6.6.2010 kl. 13:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband