Ísland .Umskipunarstöð.

 

Við lestur á pistli og athugasemdum,virðist sem að einhver kvíði fylgi viðskiptum við Kínverja.Hér er verið að vellta því fyrir sér yfirráði Kínverja yfir efnahag heimsins.

Vissulega lítur dæmið illa út bæði í Bandaríkjunum og Evrópu,eins og Axel J.Axelsson lýsir í pistli sínum.

Bandaríkin eru fallandi heimsveldi í fjárhagslegri klóm Kínverja nú þegar.  Kínverjar eiga orðið það mikið af evrum, að þeir geta ráðið gengi hennar og efnahagur Evrópu er allur í rúst, þó menn vilji ekki almennt viðurkenna það ennþá.

 Af þessu má ráða,að Kínverjar eru að treysta aðstöðu sína,og þá Ísland,sem er enn utan ESB, góður kostur.Gjaldmiðlasamningur við Kína,er ekki endilega afsal,því Kínverjar eru að tryggja samband við Íslendinga,og reyna að aðstoða þá við að halda sínu sjálfstæði með því að ganga ekki inn í ESB.-Auk þess sjá þeir ákveðna möguleika á að Ísland verði staður,sem geti verið dreifingarmiðstöð,fyrir framtíðarviðskipti Kínverja og Evrópu og austurströnd USA.Það er ekki að ástæðulausu að þeir(Kínverjar) eru að byggja stór gámuskip,sem eru sérstaklega byggð til að sigla í gegnum ís.Þeir ætla sér að sigla yfir norðurpólinn á næstunni.

 Robert Wade prófessor við London School og Economics skýrir vinsamlegt viðhorf Kína til Íslands.Hann telur að gríðarlegur hagur fyrir Kínverja að geta siglt stórum vöruflutningsskipum um norðurheimsskautið.En farminn yrði svo að flytja í smærri skip,sem færu með hann á áfangastað.(Tekið úr grein í Fréttablaðinu 10.júní).

 Ég hef bent á þetta í skrifum mínum hér í blgg-síðu minni.T.d.pistill um Gunnólfsvíkurhöfn.

 En staðreyndin er sú að,ef Íslandingar ganga inn í ESB,verða þeir ekki samningsaðilinn við Kínverja,heldur yrði það yfirvöld í Brussel.

 En af hverju eru Kínverjar að koma núna?Það skyldi aldrei vera,að þeir vita að á 17.júní á að taka ákvörðun um aðildarviðræður á að hefjast.Kínverjar vilja frekar ná samningum við Íslendinga,en Evrópusambandið.Það hefur komið í ljós,að flestir fulltrúar þeirra ríkja sem eru innan ESB vilja hraða viðræðum.Þeim er það ljóst,hvað þeim er mikill hagur að fá Ísland inn.Það er öllum ljóst að auðlindir landsins eru mjög álitlegar fyrir ESB,en það er smámunir miðað við það,að Ísland getur orðið miðpúntur alls viðskipta í Evrópu og austurströnd USA.

 Ég varð að skrifa þennan pistil,til að vekja athygli á möguleika Íslendinga til framtíðar,sem verða að engu,ef við álpumst inn í ESB,fyrir hugsanlega tímabundna velferð.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Tek undir með þér og inn í ESB vil ég aldrei fara.

Ásdís Sigurðardóttir, 10.6.2010 kl. 13:56

2 Smámynd: Jón Valur Jensson

Athyglisverður og tímabær pistill, Ingvi Rúnar. En verum á varðbergi, bæði gagnvart áformum Kína (sem ég hef skrifað um á þessari síðu minni) og Evrópubandalagsins (sem ég hef skrifað enn meira um!).

Jón Valur Jensson, 10.6.2010 kl. 14:39

3 Smámynd: Ingvi Rúnar Einarsson

Ásdís,þakka fyrir að deila með mér skoðunum þínum.

Jón Valur,þakka innlitið.Ég fylgist með skrifum þínum,og er sammáli flestu því,sem þú hefur fram að færa.

Ingvi Rúnar Einarsson, 10.6.2010 kl. 17:23

4 Smámynd: Jón Valur Jensson

Kærar þakkir, Ingvar.

Jón Valur Jensson, 10.6.2010 kl. 18:31

5 Smámynd: Lísa Björk Ingólfsdóttir

Þetta er áhugaverður pistill. Kannski erum við Íslendingar of gjörn þessa dagana til að sjá djöful í hverju horni með ESB og AGS andandi í hálsmálið á okkur. En vissulega er staðsetning okkar mjög eftirsóknarverð og það ættum við að geta nýtt okkur. En alls ekki með inngöngu í ESB.

Lísa Björk Ingólfsdóttir, 10.6.2010 kl. 21:29

6 Smámynd: Ingvi Rúnar Einarsson

Lísa.Þakka innlitið.Vænt um að þitt innlegg.

Ingvi Rúnar Einarsson, 10.6.2010 kl. 22:00

7 Smámynd: Ingvi Rúnar Einarsson

Unnur Brá Konráðsdóttir hefur lagt fram á Alþingi,þingáleyktartillögu um að hætt er við eða frestað umsóknaraðild að ESB.-Skyldi hún vera ein á Alþingi,sem gerir sér grein fyrir því,að ótímabærir aðildarumræður eigi ekki rétt á sér.-Einnig er hér um talsverðar upphæðir fjármagns,sem kostar að hefja það rugl.

Ég um að það meiri hluti þjóðarinnar,sem styður Unnur Brá í tilraun sinni að reyna koma vitinu fyrir alþingismenn.

Ingvi Rúnar Einarsson, 13.6.2010 kl. 14:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband