Yfir 10% af eignum sjóðsins hugsanlega afskrifaðar.

Á árfundi kom meðal annars fram hvað mikil upphæð,verða hugsanlega afskrifaðar,vegna fall bankanna og gjaldþrota nokkra hlutafélaga.Hér var um að ræða yfir tuttugu milljarðar.Ekki er vitað hvað fæst hugsanlega tilbaka.Hér er um gífurlega blóðtaka,sem Lífeyrissjóðurinn Gildi ber.

Vilhjálmur var spurður hvað vinnuveitendur væri að gera í stjórn Gildi.Hann taldi að vinnuveitendur greiddu til sjóðsins og vildu því tryggja það,að einhverjir og einhverjir færu ekki með féð  til ávöxtunnar í einhverja vitleysu.Hann myndi beita sér fyrir því,innan SA að ekki yrði greitt til lífeyrissjóð,sem þeir hefðu ekki aðgang að stjórn þess.

Með öðrum orðum,að sjóðfélagar væru svo vitlausir,að þeir gætu ekki varðveitt eða ávaxtað það fé,sem inn kæmi inn í sjóðinn.-Einnig er hann með það í hausnum að greiðslur frá vinnuveitendum,sé eitthvað annað,en umsamin laun sjóðfélaga.

En eðlilega eru sjóðfélagar á öðru máli.


mbl.is Sjóðsstjóri Gildis fer frá
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Tómas Waagfjörð

Eins gott að einhver eða einhver hefði ekki farið með stjórn, annars hefðu þeir geta tapað tugum milljarða.

AH bíddu, þeir töpuðu tugum milljarða. Hverslags helvítis fífl eru þetta, leikandi sér með peningana okkar eins og við hefðum gefið þeim leyfi til.

Hver og einn sjóðsfélagi á rétt á að kjósa um hvaða menn sitja í stjórnum þessrra sjóða. En ekki einhverjur vinnuveitendur með ávísun á sæti þar.

Hvílíkan skít hefur heimurinn ekki séð og liðið, nema á Íslandi.

Tómas Waagfjörð, 28.4.2010 kl. 23:53

2 Smámynd: Ingvi Rúnar Einarsson

Þakka innlitið Tómas.

Eins og komið hefur fram,þá mun skerðing upp á 7% á lífeyrisgreiðslum verða að veruleika.Framkvæmdastjóri telur hér er verið að taka til baka aukningu á greiðslum frá 2006-2007.

En ef ekkert fæst upp í áðurnefndar kröfur Gildi,þá er hætt við að frekari skerðingar upp á minnsta kosti 10% til viðbótar á næsta ári.

Ingvi Rúnar Einarsson, 29.4.2010 kl. 12:47

3 Smámynd: Ingvi Rúnar Einarsson

Sjóðfélagr eru hissa á því,að allir þeir fulltrúar,sem höfðu kosningarétt,samþykktu að veita stjórn Gildi brautargengi.En hverjir eru þessir fulltrúar?Það eru stjórnarmenn í félögum,þeim sem standa að Gildi.

Þessi félög eru flest að halda sína aðalfundi,því eru þeir góðir vettfangur til að láta skoðannir sínar í ljós.Mæting á fund er skilyrði,en það vill vera lenska hjá launþegum að mæta ekki á fundum,en rífa svo kjaft utan félaganna og skammast yfir hinu og þessu.

Ingvi Rúnar Einarsson, 29.4.2010 kl. 13:12

4 Smámynd: Ingvi Rúnar Einarsson

Rétt skal vera rétt.Bloggskrifari varð á í messunni,þar sem misskiljungur var að hann hafði rangt fyrir sér.

Skuldabréfaeign var færð niður um 10,6 milljarða á síðasta ári,og um 12,5 milljarða árið áður.

Þetta er þær upphæðir,sem vísað var til í blogginu.Þannig að umræddar afskriftar eru nú þegar komnar inn í bókhald sjóðsins.

Ingvi Rúnar Einarsson, 30.4.2010 kl. 09:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband