Alvarlegar ávirðingar.

Hrunadansinn hefur fært þjóðinni,það mesta böl.Enn er leitað að sökudólgum. Flestum er kunnugt,hverjir þeir eru,en sökin er ósönnuð fyrir dómi.

Meintir sökudólgar bregðast misjafnlega við.Sumir með auðmýkt og afsökunnartón,en aðrir,líkt og Jón Ásgeir með hótunum og hroka.Seinni aðferðin er ekki til að bjóða þjóðinni sátt,heldur hið gagnstæða.Eðlilega er heift landsmanna mikil,hún vill fá upp á yfirborðið allt,sem viðkemur hruninu.Ekki síst vegna þess,að þá veit hún fyrir víst hverjir þeir eru,sem léku hana svona grátt.En seinagangurinn er öllum til vansa,og þjónar einungis þeim tilgangi að sakir verða fyrndar,en það er stefna meinta sökudólga,með kærum til blaðamanna og stjórnarliða,enda er hætt á því,að slík kærumál tefji fyrir framgangi aðalmálsins.

Ég beini því tillögu til dómsmálaráðherra,skipta hæstarétti í deildir,deild sem svo fjallar um mál,sem viðvíkur hruninu og deild sem fjallar um önnur mál.Það verður að fara keyra málin í gegn með meiri hraða.


mbl.is Biður Steingrím að gæta orða sinna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólafur Ingi Hrólfsson

Núna ætlar Jón Ásgeir líka að stjórna því sem sagt er í fjölmiðlum sem hann á ekki.

Ég hélt að þeir fáu sem hann á eftir að kaupa mættu starfa án fyrirskipana Jóns - en núna á að segja viðmælendum fyrir verkum -

Hvar eru gögnin sem liggja til grundvallar 940 milljarða skuldinni sem mun hafa verið hámarkið hjá Jóni og fyrirtækjum hans í innlendum bönkum.

Ólafur Ingi Hrólfsson, 10.4.2010 kl. 14:22

2 Smámynd: Jóhanna Magnúsdóttir

Menn ættu nú að kunna að skammast sín, en sumir hafa ekki auðmýktina í sér - en hún er merki um styrk, hroki merki um veikleika.

Jóhanna Magnúsdóttir, 10.4.2010 kl. 14:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband