Atkvæðisgreiðsla ómarktæk.-Óbilgirni útgerðarmanna.
28.3.2010 | 16:25
Jóhanna tjáði sig við atkvæðisgreiðslu um Icesave, um hún væri ómarktæk.Nú boðar hún atkvæðisgreiðslu um fiskveiðistjórnkerfi,en á sama tíma boðar hún aðildarviðræður við ESB.Eitthvað passar ekki.Aðild að ESB verður til þess að Íslendingar fá enga einhliða stjórn af fiskveiðistjórn,því má gera ráð fyrir að atkvæðisgreiðsla yrði óþörf og ómarktæk.
Samkvæmt stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar,var því lýst yfir að fiskveiðikerfið yrði endurskoðað.Eins og alþjóð veit var stofnuð nefnd til að fara í gegnum kerfið,en LÍÚ sagði sig frá því að senda fulltrúa,þar sem að þeir voru ekki tilbúnir til neinna breytinga.Af þeim sökum hafa þeir fyrirgert rétti sínum.Þeirra mótmæli,gera ekkert annað en að æsa upp í þjóðinni.
Fyrningarleiðin hefur verið boðuð,en útfærslan liggur ekki fyrir.Þarna kemur til kasta útgerðarmanna að koma með tillögur,t.d.um uppsjávarveiðar,mismunandi tegundir til fyrningar o.s.frv.
Eins og framan segir,að LÍÚ vill engu breyta,þá kallar það á þjóðaratkvæðisgreiðslu.Þar sem alþjóð hefur orðið vitni að óbilgirni LÍÚ liggur það ljóst hvernig sú atkvæðisgreiðsla fer.Þá gerist hvað?
Ég skora á LÍÚ að endurskoða stefnu sína."Hafið samband við ykkar skjólstæðinga,og gera þeim grein fyrir því,að breytingar verða gerðir,hvort þeim líkar það betur eða ver"þeir hljóta gera sér grein fyrir því,að vinna með nefndinni og hafa áhrif á niðurstöðu hennar,heldur en að þurfa beyja sig undir allt,sem frá henni kemur,hlýtur skaðinn að verða minni.
Samfylkingin vill þjóðaratkvæði um fiskveiðistjórnunarkerfið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.