Frón,land elds og ísa.
21.3.2010 | 19:08
Landið okkar býður upp á náttúrufegurð.Náttúrufegurð,sem erlendir ferðamenn geta ekki orðum lýst.Margbreytilegt landslag,sem skapast af hrikralegum náttúruhamförum.Það líður ekki langur tími á milli þeirra.Eldgos,jarðskjáltar,snjó-og aurflóð og jökulhlaupi.
Þessum hamförum,fylgja mannskaðar og eignaspjöll.En þjóðin tekur allt með jafnaðargeði.,enda hefur hún gert sér grein fyrir því,allt frá landnámi,að landið verður ekki byggjandi,nema með miklum fórnum.Einnig kallar hamfarar á samhæfni og samvinnu,þar sem allar aðgerðir byggjast á að minnka mannskaða og tjón á mannvirkjum.
Enginn veit, hvort eldgos það sem nú er á Fimmvörðuháls,eigi eftir að breytast.Það spurning,hvort gosstöðvar færast vestur undir Eyjafjallajökul eða austur í hátt til Kötlu.Öll biðjum við þess að hér hafi spennan í iðrum jarðar hafi losnað,þannig að eldgosið dvíni úr þessu.En það er ekki víst að sú ósk rætist.En það sem skeður,skeður.
Athugasemdir
Ísland, besta land í heimi
Ásdís Sigurðardóttir, 23.3.2010 kl. 11:19
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.