Gunnólfsvíkurshöfn.
10.3.2010 | 20:39
Margt er í farvatninu,sem ber að huga af,og hefja framkvæmdir.
Aftur á að óska eftir tilboðum,í tilraunaborunum á Drekasvæðinu og aftur ber að huga að höfn,sem geti þjónað þeim aðila,sem vill og fær verkefnið.
Annað verkefni er svo hugsanlegar siglingar um norðurskautssvæðið.Þar sem Ísland gæti verið miðstöð þeirra siglinga.Þar sem að umskipun geti farið fram.
Þriðja,sem ber að huga,að lönd,sem liggja að N-Atlanfshafi,ættu að mynda öryggiskerfi fyrir sjófaranda,nokkuðskonar öryggisnet,þar sem að varðstöðvum er dreift með ákveðnu millibili á milli landanna.
Þá er komið að því,hvort hér væri ekki upplagt,að slá hér þrjár flugur í einu höggi.Gunnólfsvík er kjörinn staður vegna aðdýpi og nokkuð skjólgóð.Hún liggur mjög vel fyrir,sem þjónustumiðstöð fyrir olíuleitardæmið.Hún væri jafnvel kjörin til að taka á móti stórum gámuskipum,eins og Kínverjar eru að smíða til að sigla um norðurskautssvæðið.Þarna yrði tilvalið að sjá um umskipun yfir í smærri skip, og stutt fyrir þau að sigla til Evrópu-ríkjanna.
Þarna svo fyrirtaks staður fyrir varðstöð,þar sem að varðskip og þyrlur yrðu til taks.
Þá er komið að því,hvar á að fá fólk til að starfa á þessu svæði.Eðlilega myndi þarna byggjast upp þorp og síðar kaupstaður.Við ættum ekki að vera í miklum vandræðum með að byggja þar upp á stuttum tíma.Samanber það að við fórum langt fram úr sjálfum okkar með byggingar á Egilsstöðum og Reyðarfirði og það á 3 árum.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.