Baráttumál kvenna.
6.3.2010 | 16:47
N.K.mánudag 8.mars er baráttudagur kvenna.Dagurinn er 70 ára afmæli SFR.
Eitt af baráttumálum kvenna,var að fá kosningarétt.Ein þeim baráttukonum var nafna(amma) Jóhönnu Sigurðardóttir forsætisráðherra.Auðvitað var það eðlilegt og réttlátt.
En vegna þá miklu baráttu,mætti halda að sá réttur væri konum heilagur og hann yrði að framfylgja hið hvívetna.Því veldur það undrun,að æðsti ráðamaður þjóðarinnar sem er kona,ákveður að nýta sér ekki þann rétt,og tilkynnir það í fjölmiðlum,til þess að konur,sem og aðrir Samfylkingarmenn fylgji henni,að ákvörðun hennar.Hún hefði átt að taka sína ákvörðun og þegja yfir henni.
Þetta á ekki síður við með Steingrím.Því segi ég konur notið réttarins og kjósið.
Skrítin þjóðaratkvæðagreiðsla | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Tek undir þetta hjá þér.
Ásdís Sigurðardóttir, 6.3.2010 kl. 17:23
Sæll Ingvi minn, ég er sammála þér. Jóhanna gerði lítið úr þjóðinni sem og sjálfri sér með þessum ummælum. Það að mæta á kjörstað er dýrmætt fyrir okkur í lýðræðissamfélögum.
Þá fáum við tækifæri til að segja okkar skoðanir, hægt er að skila auðu og er það afstaða út af fyrir sig.
Ráðherrarnir láta hugann reika og velta fyrir sér, hvers vegna ekki fleiri kusu, þau komast að þeirri niðurstöðu, að þeir sem ekki kusu séu í raun ósáttir við málefnið. Það þarf ekki að vera rétt. Ég var næstum búinn að gleyma að kjósa, en náði því sem betur fór áður en ég fór út á sjó síðast. Ég geri ráð fyrir að margir hafi gleymt að fara og ýmsar aðrar ástæður hafa legið að baki.
Þetta voru mjög sterk skilaboð til ríkisstjórnarinnar, þjóðin treystir henni engan veginn.
En ráðherrastólarnir eru það þægilegir að þau vilja halda í þá sem lengst.
Jón Ríkharðsson, 8.3.2010 kl. 02:53
Ég þakka innlitið Ásdís og Jón.Ég var að hlusta á frá Alþingi.
Þorgerður Katrín kom inn á það,sem ég hafði hér fram að færi.Var það alveg í samræmi við það.En Jóhanna þráaðist við að segja,að 40% þjóðarinnar hefði ekki mætt.
En ástæður voru fyrir því,að ekki var mætingin á kjörstað,voru margvíslegar.
1.Er Jóhanna kom fram í fjölmiðlum,og sagðist ekki mæta á kjörstað,vegna þess að taldi að atkvæðisgreiðslan væri ekki marktæk.Þessi aðgerð hennar hefur örugglega dregið niður í mætingu.
2.Ekki var smalað á kjörstað,eins og hefur verið gert í öðrum kosningum.
3.Ekki voru bílar til reiðu,fyrir gamla fólkið.
Auðvitað er fleiri ástæður.En eitt má þó geta,að yfirleitt er kjörsókn um 80% við almennar kosningar,þangið að í raun og miðað við það,er einungis 20% þjóðarinnar,sem ekki mættu.
Ingvi Rúnar Einarsson, 8.3.2010 kl. 16:25
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.