Er þetta eitthvað skrítið?

Við Íslendingar getum ekki verið undrandi yfir því,að verða ekki boðið þátttaka í þessum fundarhöldum.

Hvernig getum við ætlast til þess,þar sem að stjórnvöld liggja með bænarhug,um að komast inn í ESB.Við getum ekki bara haldið og sleppt.

Þetta rugl stjórnvalda,um að komast inn í ESB,er ekkert til annars en að skemma fyrir okkur á alþjóðavettfangi.Það verður ekki litað á okkur,sem þjóð,þegar við erum búnir að afsala öllum okkar auðlindum.Við verðum eitt lítið peð innan ESB og munum ekki hafa rétt til að semja við ríki utan þess.

Þetta er ástæðan fyrir því,að ekki er rætt við Íslendinga.Þeir geti ekki ætlast til þess að vera samningsaðilar að framtíð Norðurskautssvæðisins á sama tíma og eru að afsala sér rétt sinn að því.


mbl.is Íslandi og Inúítum úthýst
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólafur Björn Ólafsson

Og hvað með Danmörk???

Þeim er boðið...

Kv:

Kaldi

Ólafur Björn Ólafsson, 16.2.2010 kl. 19:38

2 Smámynd: Ingvi Rúnar Einarsson

Sæll Ólafur.

Þar sem Grænlendingar eru ekki lausir við Danina,er eðlilegt að þeirra er leitað,sem fulltrúa.Hugur Grænlendinga er að vera sjálfstæð þjóð,en þeir vilja samt fara varlega,að slíta öllu sambandi við Danina.Þó hafa þeir samið við þá, að þeir geta stýrt sínum eigin málum.

Auk þess hafa þeir gefið það fyllilega í ljós,að þeir munu ekki ganga í ESB.

Ingvi Rúnar Einarsson, 16.2.2010 kl. 20:31

3 Smámynd: Ingvi Rúnar Einarsson

Þeir sem sáu opnunarhátíð á Vetrar-Olympiuleikunum,mátti sjá mikla sviðsetningu,þar sem að frumbyggjar voru gert mikið undir höfði.

Svo kemur þessi frétt,þar sem að þeir eru ekki hafðir með í ráðum um framtíð Norðurskautssvæðið.Hvað kallast þetta?Sumir myndi svara"Hræsni".

Ingvi Rúnar Einarsson, 16.2.2010 kl. 21:11

4 Smámynd: Ólafur Björn Ólafsson

Sammála...

Þetta er ekkert annað en HRÆSNI... Eins og svo margt annað í þessum heimi.

Ath. Fyrra innlegg mitt var svona meira sett inn sem grín en gott svar frá þér... :)

Kveðja

Kaldi

Ólafur Björn Ólafsson, 16.2.2010 kl. 23:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband