Sagan endurtekin.

Það er ekki fyrsta sinn,sem svona lagað kemur fyrir.Dæmin er mörg bæði hér á landi,sem og í öðrum löndum.

Hér áður kom þetta fyrir,þegar verið var að landa hrossamakríl.Ástæðan var þá vegna þess að skipin voru lengi á veiðum.Þá myndaðist kolsýringur í lestunum.

Þetta gerist oft í heitari löndum.Enda myndast kolsýringurinn við gerjun hráefnisins.Ég bloggskrifari hef orðið vitni að þessu,þegar ég starfaði í Persaflóanum.En sem betur tókst að ná manni,upp úr lestinni og koma honum í sjúkrahús í tæka tíð.

Fyrir fáum árum lést íslenskur skipstjóri í Marakkó,er hann fór niður til að bjarga skipsfélaganum sínum.

 Verst er við það,að menn verða ekki var við þennan kolsýring,þar sem að hann er lyktarlaus.Því kemur þetta ekki fram fyrr,en menn missa meðvitund.

En það er hægt að mæla þetta.Því á það að vera skilyrði,að öll skip,sem afla fisk til bræðslu hafi slíkan mælir umborð og láti síga niður í lestarnar áður,en menn fara niður.Það aldrei nógu varlega farið í þessu efni.


mbl.is Misstu meðvitund við löndun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Pétur Pétursson

Gulldepplan er enn hættulegri en aðrar fisktegundir hér við land því að þegar fiskurinn kemur að landi er hann þegar hálfrotnaður, jafnvel þó skip séu búin með ýmist sjókælingu eða krapakerfi. En það er mjög einfalt mál að koma í veg fyrir þetta, með gasmælum. Það er hægt að útbúa þá með slöngum sem að eru látnar síga niður í lestar skipsins og mæla þar með gasmagnið og tækið lætur vita hvort magnið sé hættulegt eða ekki. Þetta er verklag sem að á að viðhafa við vinnu í lokuðum rýmum og þó svo að lestrlúgur skipanna séu stundum stórar þá eru lestarnar lokað rými.

Jóhann Pétur Pétursson, 14.2.2010 kl. 11:18

2 Smámynd: Jón Páll Ásgeirsson

Á síldinni í Norðursjó í gamladaga var stundum landað síld í bræðslu og hrossamakríl, oft orðið gamalt.  Í Skagen Dankörku voru alltaf settir blásarar á lestarlúgurnar til að blása lofti niður í lestina, einmitt út af þessar kolsýrumindun, annars var ekki hægt að fara ofan úi lestina.

Jón Páll Ásgeirsson, 14.2.2010 kl. 12:50

3 Smámynd: Hörður Halldórsson

verður ekki að slaka niður blásara og láta hann vinna í að minnst i klst áður en löndun hefst.?

Hörður Halldórsson, 14.2.2010 kl. 13:41

4 Smámynd: Hermann

Takk fyrir útskýringarnar.Það er ekkert útskýrt afhverju þetta kemur fyrir í fréttinni en ég man eftir alveg nákvamlega eins frétt hér á MBL.is fyrir um 2 árum, maður fór niður í lest til að hjálpa félaga og báðir urðu meðvitalausir.

Hermann, 14.2.2010 kl. 14:14

5 Smámynd: Ingvi Rúnar Einarsson

Sælir allir.Ég sé að menn hafa orðið fyrir reynslu á þessu tagi,sem og margir aðrir.

Þá komum við að því,að ber að koma því í reglugerð,að engum er heimill að fara niður í lest,fyrr en að liggur ljóst fyrir að það sé ekki hætta,vegna kolsýrueitrunnar.

Það er ekkert mál að koma upp mælum,þar sem nemum verði komið fyrir dreift um lestarnar,og aflestur verði uppi.Hér er verkefni,sem Siglingamálastofnum á að standa að.Vonandi er það ljóst,að svona slys verður að afstýra.

Ingvi Rúnar Einarsson, 14.2.2010 kl. 16:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband