Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2013

Hvað tafði aðgerðir að bjarga verðmætum?


 Þegar síldin gekk inn í Kolgrafarfjörð,var það vitað að hér þurftu menn að láta hendur standa út úr ermum,við bjarga verðmætum.
 
 Stjórnvöld gerðu ekkert í því,og ekki heldur er seinna síldargangan gekk þar inn.
 
 Hvað tafði,var það sleifargangur ríkisstjórnarinnar eða voru það öfl,sem stilltu hana upp við vegg.
 
 Hvaða öfl gætu það verið? Þegar maður hugsar út í það,hverjir hlytu skaða af,ef síldin væri hyrt í skepnufóður eða til áburðar á tún,eru ekki mörg fyrirtæki,sem um er að ræða.-Hvaða fyrirtæki flytur inn áburð,eftir að Áburðarverkssmiðjan var lögð af.-Hvaða fyrirtæki flytja inn skepnufóður?
 
 Af hverju var ekki leitað til útgerðarmanna og bræðslu eigendur,þar sem að mjöl og lýsi voru í háu útflutningsverði?-Var það vegna samskiptaörðuleika vegna kvótikerfisins?-Þess skal getið að þeir höfðu bæði tól og tæki að ganga í verkið,ekki aðeins í fjörunni heldur líka í botni fjarðarins.
 
 Nú er verið að grafa holur með stórtækum tækjum og moka síldina niður í þær.-Af hverju var ekki hægt að ráðast í að moka síldinni með þessum tækjum upp á flutnigstæki,til að flytja það um land allt.
 
 Í mínum huga hefur þetta aðgerðarleysi verið okkur dýrkeypt,og það upp á milljarða,á sama tíma er verið að rífast út af nokkrum þúsundköllum á Alþingi.

Hvar eru róttækar aðgerðir.


 Það verður að segjast eins og er,að stjórnvöld eru alveg máttlaus,í snúast að því bjarga verðmætum.
 
 Á Akranesi er bræðsla,sem getur tekið mikið magn til vinnslu.HBGrandi er eitt af fyrirtækjum,sem eiga heimildir í uppsjávarkvóta,eru eigendur á bræðslunni.-Hafa eigendur þess fyrirtæki ekki hugleitt að nálgast þetta hráefni sem er að fara þarna forgörðum eða eru þau hrædd um að ef þau skipta sér að þessi,muni sú síld sem þeir ná þarna upp,dregin frá síldarkvóta þeirra.
 
 Við verðum að upplýsingar um þetta hjá stjórnvöldum.- 
 
 Eins verðum við að fá upplýsingar,hvað ætlar stjórnvöld að gera til að stöðva göngu síldarinnar inn í Kolgrafarfjörð.Það er viðbúið að geti endurtekið sig aftur og aftur.Þar til að allur stofninn verður búinn að tortríma sér,í vetur. 
 
  

mbl.is Keppast við að tína síld í fóður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þessi úrlausn er bara bull.

 Ríkisstjórnin hefur ekki hundsvit hvað á gera.-Það fyrsta er að loka firðinum undir brúnni.Og það verður að gerast ekki seinna en strax.-Hér er síldarstofninn allur(ég segi allur) í bráðri hættu.Það er viðbúið að þetta endurtaki sig aftur og aftur.-Síldin á sunnanverðum Breiðafirði,getur alveg öll,gengið þarna inn í vetur.

 Ráðherrarnir eiga reyna tala við útgerðir og bræðslueigendum,að reyna ná síldinni,sem er að drepast í botninum.-Það verður að gleyma þeim missætti,sem er þar á milli,og reyna skynsamlega á þeim málum.

 Þarna mætti koma meða aðdráttarnót sem dregin er á spilum á landi.Dælu yrði síðan sett í pokaopið. Skip gæti legið fyrir utan.-Svona má hefja hugsun á þessu.Allt er framhvæmdalegt ef til er viljinn er fyrir hendi.-En allvega það verður að hugsa hratt.Hér dugar ekkert málþóf


mbl.is Setja upp vöktun í Kolgrafafirði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ætla yfirvöld ekkert að gera?


Ef ekkert verður gert er stórhætta að allur stofninn drepist.Ég hef áður skrifað að loka fyrir fjörðinn undir brúnni.Það hefði verið hægt með neti(jafnvel vírneti).Til stöðva innsteymi síldarinnar og til að fyrirbyggja,að fyrri atburður gæti endurtekið sig.
 
Einnig skil ég ekki hversvegna var ekki reynt að hreinsa fjörðinn,með því að koma dælubúnaði og aðdráttarneti.Það hefði verið hægt að dæla í skip,sem lægju fyrir utan.-
 
 Það eru ekki mörg ár síðan loðnu-og síldarflotinn voru yfir 60 skip,en nú eru þau 18-20.Einhvers staðar eru dælurnar sem voru í skipunum sem hætt eru.
 
 Ég er sannfærður um að það,að þarna hefði hægt að koma upp kerfi.
 
 Ef þessi nýja frétt er rétt,verður að hafa fljótar hendur að bjarga því,sem hægt er,því það mun ekki vera margir dagar til stefnu.
 
 Þarna er allt undir ráðherrum sjávarútvegs og umhverfismála,undir komið,að leyfa bræðslueigendum að reyna við verkefnið,ef þeirra væri viljinn. 

mbl.is Meiri síldardauði í Kolgrafafirði?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband