Bloggfærslur mánaðarins, september 2011

Mismunun þegnanna.

Margt hefur verið rætt um 110% regluverk,viðskiptamálaráðherra.

Sérstaklega mismun á afskriftum í því sambandi.Við höfum heyrt fólk hafa keypt 100 milljón kr.eign og skuldað megnið af kaupverðinu.Þarna hefur myndast gífurlegu mismunur á skuldaraukningu viðkomandi og eignverðmæti.Þar leiðandi hefur orðið miklar afskriftir í því sambandi.

En vil víkja að dæmi,sem mér er kunnugt um.Tveir ungir menn keyptu sér íbúðir.Þeir voru að bera sig saman,þar sem íbúðirnar voru í sömu blokk,alveg eins,kaupverð var alveg það sama.Og lánin sem þeir fengu voru svipuð.

Annar aðilinn fekk lán sitt í Landsbankanum,en hin hjá Íbúðalánasjóð.

Þeir fóru báðir og hugðust leita afskriftir samkvætt 110% reglunni.Sá sem hafi fengið lán sitt í Landsbankanum fekk samkvæmt útreikningi bankans yfir 2 milljónir í afskriftir,en sá sem var með lánið sitt hjá Íbúðalánasjóði fekk engar afskriftir.Hvernig mátti það vera?Jú við útreikning hjá Landsbankanum var miðað við fasteignamat íbúðarinnar,en hjá hjá Íbúðasjóði var miðað "hugsanlegt söluverð ?".

Nú er það svo að báðar stofnannir eru í eigu þjóðarinnar(ríkisins).Þar að segja að þessir tveir ungu menn,eru þegnar þessa lands,og hafa greitt sína skatta og skyldur til þjóðfélagsins og ættu því báðir að njóta þeirra fyrirgreiðsla,sem viðskiptamálaráðherra lagði til.

Ég hef það frá þingmanni,að þegar þetta frumvarp var í smíðum,voru gerðar athugasemdir við þetta atriði,en fulltrúar Sjálfstæðismanna,Samfylkingunnar og Guðmundur Steingrímsson eða neitað að breyta frumvarpinu í þá veru,að allir sætu við sama borð.

Ég verð að segja að þeir aðilar,sem eru kosnir af þjóðinni,er gert að mismuna ekki þegnum landsins.Því verður að segjast eins og er,að margir af þeim þingmönnum sem kosnir eru á þing sitja þar af fölskum forsendum.


Obama leggur lágt,í að safna fjármagni í kosningasjóð sinn.

 Það hlýtur að aumkunnarvert fyrir sjálfan forseta Bandaríkjanna að þurfa að leggja sig svo lágt,að ráðast á smáríki,til að safna fé í kosningarsjóð sinn.

Bandaríkjamenn þurfa líta í sinn barm,þegar þeir vilja að aðrir stöðvi hvalveiðar.Þeir veiða hvíthval við Alaska,sem er talinn í útrýmingarhættu.-Auk má það sannsögu færa,að reknetaskip veiða mikið af smáhvölum,sem er þeirra meðafli.

Ég er sannfærður um að þetta útspil forsetans eru illa séð,hjá sínum eigin fylgismönnum.Þá vísa ég til orða Hillary utanríkisráðherra,sem vill að Íslendingar séu þátttakendur í fundum um Norðurslóðir.

Umhverfissambönd í Bandaríkjunum hafa heilaþvegið marga ríkra Bandaríkjanna,með því að jafnvel kaupa sér hval í úthöfunum.Slíkur er máttur þeirra.-Þetta er það,sem Obama veit,og því að sanka að sér atkvæðum og fjármunum.

 


mbl.is Ekki grundvöllur fyrir aðgerðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sitt sýnist hverjum.

Hin mikla umræða um það mál,að Kínverji vilja kaupa jörð hér á landi.Eins og Ögmundur segir,þarf að skoða málið.En sú skoðun þarf að flýta.

Í umræðunum kemur fyllilega í ljós,að íslensk þjóð skiptist í tvær fylkingar.Þá veltir maður því fyrir sér hvort hér sé annars fylking Evrópusambandssinna og hin fylkingin er á móti aðild.

Í erfiðleikum þjóðarinnar,vilja ESB-sinnar, að við afsöðlum okkar sjálfstæði,og göngum í ESB,og látum stjórnarherrana í Brussel stjórna og ráða yfir framtíð þessa lands,þar og meðal hafa síðasta orðið um aðgang annara þjóða til landsins.

Hinir eru frekar hlynntir því,að fá aðrar þjóðir komi með fjármagn til landsins til uppbyggingar á nýjum verkefnum,og framtíðaráformum.Hvort það sé Kínverjar eða aðrar þjóðir vilja eiga hlut á uppbyggingu landsins verður þjóðin að líta sér nær,og horfa á þá staðreynd að við erum ekki fær að afla okkur fjármagn til stórra verkefna.

Möguleikarnir okkar eru margir.Við eigum ógrynni af fresku vatni,hugsanlega olíu á Drekasvæðinu,mikil sókn í ferðamennsku,heitt vatn til hitunnar og orkuöflun.o.fl.

Því vil ég endurtaka það,að þeir sem eru með hræðsluáróður vegna útlendinga utan ESB,eru þeir sem vilja ganga í ESB.-Hitt má alveg eins  segja að hræðsluáróður gegn veru í ESB,eru þeir sem ekki vilja ganga í ESB.


mbl.is Ákvörðun um Grímsstaði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband