Hvað að gera inn í EBE?
18.9.2009 | 22:09
Sem betur fer hefur meirihluti þjóðinnar,gert upp hug sinn,með því að hafna aðild að EBE.
Vonandi helst sá meirihluti áfram að vera.
Margar þjóðir innan EBE,bíða í ofvænni,um von að Ísland verði eitt af ríkjum þess.Hver er ástæðan? Það er örugglega ekki af einhverri góðvild.Heldur er það,að þær þjóðar gera sér vonir um að ná til þeirra auðævi,sem Íslendingar eiga.Einnig er ,og ekki síður,von að Normenn gefi sig,og láti verða af því að ganga þar inn líka.
Til gamans má leggja hægri höndina, opinni, yfir Evrópu.Þá er þumalfingurinn yfir Íslandi.Inní handarkrikanum er Noregur og Færeyjar.Þessari hönd vilja aðildarlönd EBE loka.
Ég hef verið nokkuð skotin í þeirri hugmynd að með tímanum,yrði komið á fót Bandalag sem samanstæði að þeim þjóðin,sem eiga land sitt að Norður-Atlantshafi.
Þá á ég við Noreg,Færeyjar,Ísland,Grænland og Kanada.Einnig mætti hugsa til þjóða eins og Íra,sem hafa viljað yfirgefa EBE og Skota,sem berjast fyrir sjálfstæði sínu.
Ef þetta gæti orðið framtíðarplan,myndi Norður-Atlantshafið og gífurlegar auðlindir,verða innan þess bandalags.
Er ég lagði þessa tillögu fram,við minn áheyrenda,spurði hann. Hvort ég ætlaði og endanlega ganga frá Bretaveldinu ?.
Högni Höydal í Færeyjum hefur haft þá ósk, að Grænland,Ísland,Færeyjar og Noregur mynduðu með sér bandalag.
Auðvitað er þetta langeygður draumur.En orð eru einu sinni fyrst.Hugmyndin gæti orðið að veruleika,ef henni yrði komið á framfæri til þeirra ríkja,sem hafa upptalin hér.
Þess má líka geta að öll umferð um þetta,á eftir að aukast,ef bráðnun hafís á norðuslóðum heldur áfram.Það um verða til þess að við Íslendingar gætum sett upp umskipunnarhöfn.En það er að vísu annað mál.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.