Sameiningartákn þjóðarinnar
19.9.2009 | 09:32
Mín skoðun er sú,að breyting verði að skipan æðstu ráðendur þessa lands,í þá veru að leggja niður forsetaembættið í núverandi mynd og taka upp að forsetinn verði æðsti og ráðamesti maður landsins.
Hvað höfum við að gera við forseta,sem hefur engin völd.Hann á að vera sameiningartákn þjóðarinnar.Þjóðin þarf virkilega á manni,sem hefur forustuhæfileika og getur talið kjark og þol í þjóðina.
Þjóðin hefur ekkert að gera við forseta,sem dregur sig í hlé,þegar mest á reynir.Dregur sig í hlé,vegna þess að hann skammast sín,að hafa verið fylgifiskur útrásarvíkingana,án þess að hafa gert sig það í hugarlund,hvar þeir hafa náð í það fjármagn,sem þeir hafa notað til þess að kaupa hlut í hinum og bönkum og fyrirtækjum.
Fjármagn það,sem þeir hafa tekið út úr flestum sjóðum þessa lands,án nokkra veða eða endurgreiðsluskilmála.
Sama má segja um forsætisráðherra þjóðarinnar.Hún hefur farið huldu höfði,á meðan aðrir hafa verið að reyna,að koma reglu á hlutina.Og kemur svo blaðskellandi,þegar einhverjum afanga er náð,eins og hún hafi gert eitthvert kraftaverk.
Nei hér vantar þjóðarleiðtoga,sem getur starfað opið gagnvart þjóðinni og talað við hana,og sagt henni hvað verið er að gera.Og þá ekki síst staðið við orð sín.
Mér finnst að fjármálaráðherra vera sá eini,sem hefur sýndt einhverja viðleitni í þá veru.þó að hann sé ekki sáttur við aðgerðir.Enda er hann ekki einn,sem ræður.
Nei álit mitt,er að hér verði þjóðarflokkur og æðsti maður þjóðarinnar verði kosinn,utan allri flokkapólitík.hann skal svo velja sína stjórn,sem starfar utan þings.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.