Gefum út veiðleyfi á gamalt fólk.

 

  Gamalt fólk sættir sig við að vera út horni,og lepja dauðan úr skel.Hér eru manneskjur sem hafa stritað allt sitt líf,að færa þetta þjóðfélag úr kotbúskap í alsnægtir.Þó að alltaf eru sumir út í horni,og bíða eftir því að ferðalag sitt ljúki.

 Við höfum á undanförnum árum orðið vitni af því,að gamalt fólk hefur verið platað til að leggja aleigur sínar í ýmis málefni.

Þar má benda á að margir voru plataðir,að setja peninga sína í fjárfestingasjóði bankanna.Þeir peninga töpuðust í hruninu.

Við höfum líka orðið vitni,þar sem fólk lagði fjármuni í að kaupa sér húsnæði til ævikvöldsins,t.d. í EIR,en orðið fyrir skakkaföllum í þeim gjörningi.

´Margir eru búnir gleyma því,að við breytingu á skattheimtu 1986,þar sem staðgreiðsla varð af öllum greiddum launum.Því voru inngreiðslur til Lífeyrissjóðina  skattlagðar.Þessu var ekki breytt fyrr en 1993.(Þá höfðu á þessum 7 árum t.d. sjómenn,greitt 1,4 milljarða í innskatt.)Aftur eru þessar greiðslur skattlagðar við útgreiðslu lífeyri.Hér eru ekkert nema tvísköttun af hálfu opinbera.

 Undirritaður var í félagsstarfi,þar sem maður stoð í samningastappi við vinnuveitendur.Í verkfalli kom tillaga með hjálp frá ríkistjórninni,þar sem að iðgjald til lífeyrisjóðina frá vinnuveitanda var hækkað.-Ég talaði fyrir því að samningur væri samþykktur.Sumir skjólstæðingar mínir sögðu"Eina sem við fáum út úr þessu í einhver hækkun úr lífeyrissjóð,sem við fáum þegar við erum gamlir".Sem var að vísu rétt,en taldi að það væri betra, en fá lög á verkfall okkar,með því fengum við ekkert.Það var algengt hjá þessari stétt.

 Síðar komst ég í raun um það,að útgreiðslur úr lífeyrissjóðum voru einungis til lækka ellilífeyri frá almennutryggingum,(sem nemur króna á móti krónu),sem við höfum borgað til alla okkar starfsævi.

 Ég vil hér með biðja mína skjólstæðinga afsökunnar á því,að skyldi ekki getað séð í gegnum þessi lúmskubrögð stjórnvalda.

 Annað má einnig benda á að útgreiðslur úr lífeyrissjóðunum,eru skattlagðar,sem tekjuskattur,þó að í raun eru hér að hálfu fjármagnstekjur.

 Nú dynur það í höfði manns,í fréttum að fjölgun ellilífeyrisþega verði mikil á næstu árum.Hlutfall þeirra verði 1/3 hluta af þjóðinni.Því munu erfiðleikarnir aukast hjá  þjóðina.-En eru ekki greiðslur út úr lífeyrissjóðum og alm.tryggingum,peningar sem gamla fólkið hefur sjálft langt til.

 Í fréttum hafa kaníur fjölgað sér.Skapar það víða vandræði.Því er gefin veiðleyfi á þær.-Því væri ekki úr vegi að spyrja.-Hvort ekki væri rétt að gefa veiðileyfi á okkur,sem teljast gamalt fólk.


« Síðasta færsla

Athugasemdir

1 Smámynd: Erla Magna Alexandersdóttir

Það er fyrir löngu komið veiðileyfi á okkur- margskattað fólk- borgar lyf sem eru margsköttuð en keypt af eftirlikingarfyrirtækjum- og því gagnslaus- læknar hundsa okkur- nema þeir fáu sem vinna vinnuna sína- við erum á hungurmörkum- og það er aðeins beðið eftir að fá leyfi til að sprauta okkur  niður þegar við komumst á eftirlaunaaldur- enda best fyrir alla.

Erla Magna Alexandersdóttir, 1.12.2014 kl. 21:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband