Hvað tafði aðgerðir að bjarga verðmætum?
15.2.2013 | 14:02
Þegar síldin gekk inn í Kolgrafarfjörð,var það vitað að hér þurftu menn að láta hendur standa út úr ermum,við bjarga verðmætum.
Stjórnvöld gerðu ekkert í því,og ekki heldur er seinna síldargangan gekk þar inn.
Hvað tafði,var það sleifargangur ríkisstjórnarinnar eða voru það öfl,sem stilltu hana upp við vegg.
Hvaða öfl gætu það verið? Þegar maður hugsar út í það,hverjir hlytu skaða af,ef síldin væri hyrt í skepnufóður eða til áburðar á tún,eru ekki mörg fyrirtæki,sem um er að ræða.-Hvaða fyrirtæki flytur inn áburð,eftir að Áburðarverkssmiðjan var lögð af.-Hvaða fyrirtæki flytja inn skepnufóður?
Af hverju var ekki leitað til útgerðarmanna og bræðslu eigendur,þar sem að mjöl og lýsi voru í háu útflutningsverði?-Var það vegna samskiptaörðuleika vegna kvótikerfisins?-Þess skal getið að þeir höfðu bæði tól og tæki að ganga í verkið,ekki aðeins í fjörunni heldur líka í botni fjarðarins.
Nú er verið að grafa holur með stórtækum tækjum og moka síldina niður í þær.-Af hverju var ekki hægt að ráðast í að moka síldinni með þessum tækjum upp á flutnigstæki,til að flytja það um land allt.
Í mínum huga hefur þetta aðgerðarleysi verið okkur dýrkeypt,og það upp á milljarða,á sama tíma er verið að rífast út af nokkrum þúsundköllum á Alþingi.
Athugasemdir
Þetta er undarlegt mál, allir virðast vera á hröðum flótta frá því að gera eitthvað að viti í þessu máli. Eins og þú bendir á virðist sem allir séu staðráðnir í að má fram verstu mögulegu útkomunni. Hvers vegna?
Mín færsla um sama mál.
Axel Jóhann Hallgrímsson, 15.2.2013 kl. 14:18
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.