Mismunun þegnanna.
16.9.2011 | 14:19
Margt hefur verið rætt um 110% regluverk,viðskiptamálaráðherra.
Sérstaklega mismun á afskriftum í því sambandi.Við höfum heyrt fólk hafa keypt 100 milljón kr.eign og skuldað megnið af kaupverðinu.Þarna hefur myndast gífurlegu mismunur á skuldaraukningu viðkomandi og eignverðmæti.Þar leiðandi hefur orðið miklar afskriftir í því sambandi.
En vil víkja að dæmi,sem mér er kunnugt um.Tveir ungir menn keyptu sér íbúðir.Þeir voru að bera sig saman,þar sem íbúðirnar voru í sömu blokk,alveg eins,kaupverð var alveg það sama.Og lánin sem þeir fengu voru svipuð.
Annar aðilinn fekk lán sitt í Landsbankanum,en hin hjá Íbúðalánasjóð.
Þeir fóru báðir og hugðust leita afskriftir samkvætt 110% reglunni.Sá sem hafi fengið lán sitt í Landsbankanum fekk samkvæmt útreikningi bankans yfir 2 milljónir í afskriftir,en sá sem var með lánið sitt hjá Íbúðalánasjóði fekk engar afskriftir.Hvernig mátti það vera?Jú við útreikning hjá Landsbankanum var miðað við fasteignamat íbúðarinnar,en hjá hjá Íbúðasjóði var miðað "hugsanlegt söluverð ?".
Nú er það svo að báðar stofnannir eru í eigu þjóðarinnar(ríkisins).Þar að segja að þessir tveir ungu menn,eru þegnar þessa lands,og hafa greitt sína skatta og skyldur til þjóðfélagsins og ættu því báðir að njóta þeirra fyrirgreiðsla,sem viðskiptamálaráðherra lagði til.
Ég hef það frá þingmanni,að þegar þetta frumvarp var í smíðum,voru gerðar athugasemdir við þetta atriði,en fulltrúar Sjálfstæðismanna,Samfylkingunnar og Guðmundur Steingrímsson eða neitað að breyta frumvarpinu í þá veru,að allir sætu við sama borð.
Ég verð að segja að þeir aðilar,sem eru kosnir af þjóðinni,er gert að mismuna ekki þegnum landsins.Því verður að segjast eins og er,að margir af þeim þingmönnum sem kosnir eru á þing sitja þar af fölskum forsendum.
Athugasemdir
Ég verð að bæti við ósamræmi í matsgerð ÍLS.Eins og komið hefur fram,þá er matsgerð á húsnæði hjá ÍLS.eftir "hugsanlegu söluverðmæti.En svo er bifreið í eigu skuldara færð til eigna eftir skattaskýrslu.-Ég veit það að viðkomandi skuldari myndi hrópa húrra,ef hann gæti selt bifreiðina á því verði.
Þarna sjáum við misræmið.
Ingvi Rúnar Einarsson, 16.9.2011 kl. 17:05
Já Ingvi þetta er allt ein hringavitleysa og mér finnst skilningsleysi ráðamanna einstakur. Bankarnir eru eða voru að hluta til í ríkiseigu og eru stórgróðastofnanir en það þarf að keyra ungt fólk í gjaldþrot og gera eingnalaust. Og hvernig getur íbúðalánasjóður farið ein fram með hugsanlegt markaðsverð þegar eignir seljast ekki?
Náttúrulega á að setja af stað ferli sem kemur öllum í sama far og þeir voru fyrir þessi ósköp sem almenningur átti minnstu sök á. Ef bankarnir geta afskrifað milljarða og eru að skila milljarða hagnaði eru þeir færi um að gera það sem þarf til að hjálpa fólkinu. Það eru arðbærustu athafnir þjóðfélagsins ef þeir koma fólki aftur á fætur og fá alla inn í hringiðu samfélagsins.
Ólafur Örn Jónsson, 16.9.2011 kl. 18:47
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.