Sitt sýnist hverjum.
2.9.2011 | 15:28
Hin mikla umræða um það mál,að Kínverji vilja kaupa jörð hér á landi.Eins og Ögmundur segir,þarf að skoða málið.En sú skoðun þarf að flýta.
Í umræðunum kemur fyllilega í ljós,að íslensk þjóð skiptist í tvær fylkingar.Þá veltir maður því fyrir sér hvort hér sé annars fylking Evrópusambandssinna og hin fylkingin er á móti aðild.
Í erfiðleikum þjóðarinnar,vilja ESB-sinnar, að við afsöðlum okkar sjálfstæði,og göngum í ESB,og látum stjórnarherrana í Brussel stjórna og ráða yfir framtíð þessa lands,þar og meðal hafa síðasta orðið um aðgang annara þjóða til landsins.
Hinir eru frekar hlynntir því,að fá aðrar þjóðir komi með fjármagn til landsins til uppbyggingar á nýjum verkefnum,og framtíðaráformum.Hvort það sé Kínverjar eða aðrar þjóðir vilja eiga hlut á uppbyggingu landsins verður þjóðin að líta sér nær,og horfa á þá staðreynd að við erum ekki fær að afla okkur fjármagn til stórra verkefna.
Möguleikarnir okkar eru margir.Við eigum ógrynni af fresku vatni,hugsanlega olíu á Drekasvæðinu,mikil sókn í ferðamennsku,heitt vatn til hitunnar og orkuöflun.o.fl.
Því vil ég endurtaka það,að þeir sem eru með hræðsluáróður vegna útlendinga utan ESB,eru þeir sem vilja ganga í ESB.-Hitt má alveg eins segja að hræðsluáróður gegn veru í ESB,eru þeir sem ekki vilja ganga í ESB.
Ákvörðun um Grímsstaði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.