Gott framtak skipstjóranna.

Skipstjórar Herjólfs hafa tjáð sig um aðstæður og siglingar til Landeyjarhafnar.Þeirra álit er það eina sem mark er á takandi.Þeir vita manna best um aðstæður,þeir vita manna best um siglingu og hegðun skipsins,bæði um afl vélar og ekki síður um móttöku þess í mismunandi öldurót.

Vonandi verður tekið tillit til þeirra skoðanna.Vonandi hefur þeirra tjáning ekki til þess að þeir missi störf sín,en því miður hafa margir skipstjórar orðið að víkja úr störfum,vegna þess að þeir hafa staðið á sínu gagnvart vinnuveitendum(útgerðarmönnum og ráðumönnum útgerða).

 


mbl.is Segja Landeyjahöfn ekki tilbúna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

ég tel að þeir viti þetta lang best.

Ásdís Sigurðardóttir, 28.7.2011 kl. 14:29

2 Smámynd: Björn Jónsson

Hjartanlega sammála þér.

Þessir blýantsnagarar þarna hjá ríkinu hefðu átt að taka mark á bændum þarna á svæðinu, svo ég tali nú ekki um trillukarlana í Eyjum ss Georg, það hefði sparað okkur skattgreiðendum tugi milljóna. Nei, þessir BLÝANTSNAGARAR sjá sjaldnast útfyrir strokleðrið.

Björn Jónsson, 28.7.2011 kl. 15:01

3 Smámynd: Tómas H Sveinsson

Skipstjórnarmenn hafa rétt fyrir sér. Höfnin er og verður aldrei annað en góðviðrishöfn enda ekki gerð til að bæta samgöngur heldur til að kaupa atkvæði. Skora á alla Sunnlendinga að sýna samhug um að þeir sem stóðu að þessari vitleysu verði sendir heim úr þeim ábyrgðarstöðum sem þeir sitja í í dag. Skiptir engu hvort sú staða er við Austurvöll eða ekki. Þessi höfn var dauðadæmd áður en framkvæmdir við hana byrjuðu.

Tómas H Sveinsson, 28.7.2011 kl. 15:21

4 Smámynd: Sumarliði Einar Daðason

Ég tek undir með þessu hér að ofan. Kannski lýsir þetta best stjórnvöldum og hroka opinberra stofnanna (þá væntanlega stjórndenda þeirra) hér á landi undanfarna áratugi.

Sumarliði Einar Daðason, 28.7.2011 kl. 16:18

5 Smámynd: Ingvi Rúnar Einarsson

Ég þakka innlitið.Ég verð að koma því að,að öll ábyrgð hvílir á skipstjórunum.Þeir geta aldrei varið sig með því,að segja að vinnuveitandinn hafi sagt sér fyrir verkum.Þá skal þess getið að á ábyrgð skipstjóra er alvöru.Hann getur misst sín réttindi og getur orðið fyrir því að sæta sektum eða fangelsi.Það er annað en ráðamenn landsins eða stofnanna,þeirra ábyrgðir er í raun og engar.Það er í hæsta lagi að þeir biðji bara afsökunnar,og þá með margra manna áskorun.

Ingvi Rúnar Einarsson, 28.7.2011 kl. 17:15

6 Smámynd: Ólafur Örn Jónsson

Þetta er góð athugasemd hjá þér Ingvi ég er hræddur um að margur skilji ekki ábyrgð skipstjóra og í hvaða aðstöðu þessir menn eru. Þeir verða að taka ákvarðanir og standa við þær. Hvar og hvenær sem er alltaf þurfa þessir menn að vera reyðubúnir að taka oft afdrifaríkar ákvarðanir. Skipstjóri skýtur ekki málum í nefnd þegar ólag ríður undir skipið aftanverðu og snýr því hálf 30 til 40 gráður af leið i innsiglingu.

Það er niðurlægjandi fyrir okkur sem sjávarútvegs þjóð að það tíðkist að skipstjórnarmenn sem af ábyrgð og skynsemi láta í sér heyra um öryggis mál eða fiskveiðistjórnun skuli eiga á hættu að missa atvinnuna og vera úthýst úr íslenskum sjávarútvegi. Slíkt á ekki að líðast meðal siðaðra þjóða. Ég vona að Eimskip leggist ekki eins lágt og LÍÚ klíkan og refsi starfsmönnum sínum fyrir að segja sannleikann.

PS En ég spyr enn og aftur afhverju er ekki notað loftpúða skip þarna??? Og afhverju fær Eimskip að einoka ferju flutninga til lands?? Allur heimurinn nema íslendingar skilja að einokun á hvergi rétt á sér.  

Ólafur Örn Jónsson, 28.7.2011 kl. 22:22

7 Smámynd: Sumarliði Einar Daðason

Eftir því sem ég best veit þá er ekkert fraktflutningaskip skráð á Íslandi. Fyrir eyju í miðju N-Atlantshafi er það óskiljanlegt. Veit einhver af hverju það er?

Sumarliði Einar Daðason, 6.8.2011 kl. 11:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband