Þáttur björgunarsveitanna.
19.7.2011 | 00:30
Allir eru glaðir yfir því,ef menn finnast,sem óttast er um uppi á hálendi.
Ekki líður sá dagur,sem er kallað til sveitanna,í alskonar verkefni.
Það væri fróðlegt,að hafa tölur yfir þann tíma,sem fer í öll þau verk og reikna það út í vinnustundum.
Eins og flestir vita,þá er þetta starf allt unnið í sjálfboðavinnu.Og telja björgunnarsveitirnar það ekki eftir sér.
En það verður að líta raunhæft á málið,þarna er verið að kosta miklu til.Ekki er það mér vitandi,að annar kostnaður sé kostaður af ríkinu,svo sem bensín,olía og annar rekstrakostnaður.Hér hljóta vera margar milljónir um að ræða.
Því vil ég,eins og ég hef áður sagt,að allir ferðilangar kaupi sér tryggingu,ef þeir eru að fara í óvissuferð.Þetta á ekki síst við erlenda ferðamenn.Ferðaskrifstofurnar eiga að sjá um þann þátt.
Íslendingar leggja einhvern skerð við að kaupa flugelda og blys fyrir gamlárkvöld,en ekkert kemur frá erlendum ferðamönnum,sem leggja út í svona ferðir,jafnvel án fyrirhyggju.
Ekki ætla ég að hætta þessum skrifum,án þess að minnast á þátt þyrlanna frá Gæslunni.Eins og alþjóð veit er rekstrarkostnaður Langhelgisgæslunnar í molum,en þó er ætlast til að þyrlurnar séu til taks í hvaða verkefni sem er.
Mennirnir þrír fundnir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Já, þeir hafa nóg að gera í björgunarsveitunum, ekki veit ég hvað við gerðum án þeirra.
Ásdís Sigurðardóttir, 19.7.2011 kl. 12:13
Sæl Ásdís.Góð spurning.Hvað gerðum án þeirra?Það enginn vafi að björgunarsveitirnar eru örugglega ekki aðeins þekktar hér á landi,eða skyldi maður ætla.Erlendir ferðalangar væri ekki að setja sig í hættu,ef þeir hafa ekki góðar spurnir af þeim.
Ingvi Rúnar Einarsson, 19.7.2011 kl. 18:07
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.