Orka,orka alstaðar.
6.3.2011 | 23:42
Maður hafði það á tilfinningunni,að hér áður, hafi allar tilraunir til að framleiða orku,hafi verið svæfðar af hinu svokölluðu olíuríkjum .Þau hafi keypt allar þær uppfinningar,eða stöðvað þær með valdi.
Nú virðist vera koma fram í dagsljósið,alskonar möguleikar.Má það nefna ný frétt þar sem að Íslendingur (Sveinn Hrafnsson)hefur komið á markað vetnisbúnað í bíla,sem minnkar eyðslu og mengun.
Einnig má benda á metan-framleiðslu.Þar er nú metan-framleiðsla frá sorphaugum.Verið að byggja upp verksmiðju við Svartsengi til framleiðslu metan úr umframgufu þar.Einnig er verið að taka upp ræktun á gróðurtegund(repju) til framleiðslu á aflgjafa.
En hefur ekki verið lagt í að virkja sjávarföllin eða vindorkuna.
Maður fer að velta því fyrir sér,hvort olían verði óþörf þegar litið er til framtíðar.
Ég er alveg viss um það,ef óróleikinn heldur áfram í Arabaríkjunum,og olíuvinnslan fari dvínandi,að lagt verði frekari áhersla á aðra orkugjafa,sem allt er útlit að verði talsvert ódýrari,þá verði ekki mörg ár,þar til að olían verði óþörf.Þá er spurningin,hvort nokkur áhugi verði að leita nýrra olíusvæða.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.