Hvað með ný undirritaða samninga?
4.3.2011 | 11:25
Mér er það óskiljanlegt,að þegar Íslendingar hafa samþykkt.Leitar- og björgunarsvæði Íslands,við Norður-Atlantsnefndinni.Við þá samþykkt var verið að ábyrgjast leit og björgun á þessu svæði.Til þess þarf öfluð tæki,skip og flugvélar.Íslendingar eru fátæk af slíkum tækjum og geta ekki rekið Landhelgisgæsluna sómasamlega.Það er alvarlegt mál,ef gæslan þarf leigu frá sér,þau nauðsynlegu tæki,til gæslu hér við land ,til verkefna,sem eru í raun afskipti af innanríkismálum annara ríkja.
Vilja fá varðskip í Miðjarðahaf | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Þessi verkefni,sem Landhelgisgæslan er að fara í,eru að ég held,ávísun á að við tökum á móti flóttafólki frá Libyu.
Það er að segja,að ef engin þjóð vill taka við flóttafólkinu,er engin lausn nema að koma með hingað til lands,þar sem að þetta er íslenskt skip í eigu íslenska ríkisins.
Ingvi Rúnar Einarsson, 4.3.2011 kl. 11:55
Mér finnst furðulegt að íslendingar þurfi að leigja frá sér tól og tæki erlendis til þess að standa undir eigin rekstri. Kannski fáum við góða þjónustu ef við þurfum mikla aðstoð erlendis frá. En hér á miðju Atlantshafi skiptir fjarlægðin öllu máli og því ekki alltaf hlaupið að því að koma björgunar- og eftirlitstækjum hingað.
Slys og náttúruhamfarir gera sjaldan boð á undan sér. Nú þegar finnst mér vera skortur á almennilegum skipum og þyrlum hjá Landhelgisgæslunni miðað við stærð hafsvæðis, samgöngur og dreifingu byggðar á landinu. Það er að vísu von á nýja Þór í lok ágúst - sem er mjög gott!
Sumarliði Einar Daðason, 4.3.2011 kl. 13:14
Þakka innlitið Sumarliði.Ég tek undir hvert orð í þinni athugasemd.
Ingvi Rúnar Einarsson, 4.3.2011 kl. 14:41
Sæll Ingvi, þessi mál eru búin að vera í ólestri alla tíð, við hentum milljónum í að auglýsa landið í fyrra, hafnir landsins auglýsa til að lokka hingað skemmtiskip með allt upp í 3 þús. manns um borð,svo eru engar græjur til að aðstoða ef eitthvað kemur uppá, þetta hefur alltaf verið okkur til skammar !
Snorri Gestsson, 5.3.2011 kl. 15:01
Blessaður Snorri.Ég tek undir það.En er fulltrúar ríkisstjórnarinnar,í broddi Össurar skrifa undir samning um björgunar-og leitarsvæði Íslendinga á N-Atlantshafinu,þar sem hún skuldbindir sig að hafa um sjón með því svæði,sem kortið er af,hér á ofan,án þess að hafa til þess tæki og tól,en ætla síðan að leiga út þau fáu tæki,sem Gæslan hefur til umráða til verkefna,sem jafnvel sýna afskipti af innanríkismálum annara landa,þá getur maður ekki orðum bundist.
Ingvi Rúnar Einarsson, 6.3.2011 kl. 23:12
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.