Enn og aftur vil ég vekja athygli að tillögu minni.
16.2.2011 | 12:11
Ég hef lagt það til að hluti Markarfljót verði leitt í gegnum Landeyjarhöfn.
Ég krefst að sérfræðingar skoði þessa hugmynd.Ég tel að framrás á rennsli frá fljótinu ýti sandinum frá hafnarmynninu.
Það mætti leiða rennslið í pípum,sem stjórnað er með lokum.
Þeir sem hafa farið um hafnir t.d. á Bretlandi ,Þýskaland og Hollandi,sjá að hafnirnar eru innan við mynni fljóta.Við getum nefnt Humber-fljót,þar eru hafnir Grimby og HUll.Í gegnum London liggur Thames-fljótið og heldur höfnum þar opinni.Við skulum fara yfir Ermasund.Hamburg liggur við fljóðið ELBE(eða Saxelfur).Rotterdam í Hollandi liggur fljót.Svona get ég haldið áfram.
Ef við snúum okkur að Landeyjarhöfn og þær kostnaðar miklu aðgerðir,sem þar eru að gera,eru einungis bráðbrigða lausnir.Og gera ekkert annað en taka til sín fjármagn frá öðrum nauðsynlegum samgöngubótum.
Ölduhæð hamlar dælingu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Hva!!! datt verkfræðingunum þetta ekki í hug þegar þeir voru að byggja og allir sögðu það að þessi höfn myndi fyllast að sand. Þetta er frábær hugmynd og ætti að virka hér ef hún virkar annarstaðar.
Valdimar Samúelsson, 16.2.2011 kl. 12:48
Þessi fljót eiga það öll sameiginlegt að vera ekki jökulfljót sem að taka með sér óhemju mikið af sandi og aur
Árni Sigurður Pétursson, 16.2.2011 kl. 13:24
Valdimar,ég þakka innlitið,og undirtektir þínar.
Árni,ég þakka innlitið.Ég get vissulega fallist á þínar athugasemdar,en eitt er þó ljóst að jökulárnar hér á landi,búa yfir miklum meiri krafti,enda sýnir það,við virkjunum okkar.Því teldi ég að þó sandur eða aur berist með þeim,hafi það engin áhrif hafa á framrási árinnar.Einnig mætti auka kraftinn með að inntakið í pípunum yrði víðara,en útrásin.
Ingvi Rúnar Einarsson, 16.2.2011 kl. 15:09
Sæll Ingvi, þetta er góð hugmynd.
Snorri Gestsson, 18.2.2011 kl. 16:51
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.