Kennitöluflakk.
15.2.2011 | 14:39
Ég vil vekja athygli á þá óæran að áhveðnir aðilar,geti hlupið frá rekstri sínum á einkahlutafélagi án nokkura ábyrgða.Oft skilja þeir ehf. í þeirri stöðu,að launþegar hjá þeim eiga inni kaupkröfur til langs tíma,vegna þess að þeir hafa treyst eiganda til að leiðrétta sinn rekstur, og þá fái þeir sín laun.
Það er oft sem að þeir,sem eru í forsvari fyrir viðkomandi verkalýðsfélagi,fá kaupkröfur til innheimtu hjá sömu aðilum aftur og aftur,en þá hjá nýju og nýju einkahlutafélagi.
Þessu verður að breyta.Menn eiga ekki að geta látið einkahlutafélög fara á hausinn trekk í trekk,og skilið við félögin með himinháar skuldir,sem lenda á þjóðinni.
Alfreð Gíslason þjálfari,sem hefur starfað í Þýskalandi,sagði í sjónvarpsviðtali,að þar eru þeir,sem setja félögin sín á hausinn,ekki heimild að stofna annað innan áhveðinn langs tíma.
Þetta fyrirkomulag þarf að taka upp hér á landi.Ég get ekki litið fram hjá því,menn komi eins og frelsandi englar,við að yfirtaka eigur og lofa launþegum bjartari framtíð,en hafa í raun,engan annan áhuga,að ná út úr viðkomandi fyrirtæki,einhverjum fjármunum,og hlupa síðan á braut.
Athugasemdir
Það var búið svona um hnútana til að bjarga auðvaldinu, ef illa færi. Ég er sammála þér þessu verður að breyta. kv Bláskjár.
Eyjólfur G Svavarsson, 15.2.2011 kl. 16:38
Þetta hafa sömu aðilar leikið árum saman og sett aðra á hausinn því þeir taka út vörur og þjónustu sem aldrei stendur til að borga.
Það er það eina sem eg se jákvætt við að við göngum í ESB er að kannski yrðu Íslendingar að fara að alþjóðalögum en ekki haga ser eins og sauðaþjófar !
En er þetta ekki það sama og verið er að gera í bönkunum ?
Kv. Erla
Erla Magna Alexandersdóttir, 15.2.2011 kl. 20:10
Ég þakka innlitið.
Eyjólfur,ég er þér sammála þessu verður að breyta.
Erla mín,einhver sagði að ef þú ert komin til áranna,og ert að hugsa um sjálfa þig,skaltu samþykkja að ganga ÉSB,en ef þú ert að hugsa til barna þinna og barnabarna skaltu ekki samþykkja að ganga í ESB.
Það er rétt að sömu aðilar eru búnir að leika þennan leik til fjölda ára.Ekkert hefur gert til að sporna við þessu.Aðkomuaðilar hafa komið í sjávarpláss,og komið sér upp aðstöðu(síldarplön og aðra vinnslufyrirtæki,og þjónustufyrirtæki.T.d.þegar síldin hvarf á sínum tíma,tóku þessir menn með sér hagnaðinn og skyldu eftir skuldir,ónýtar bryggjur og annað drasl.Svona getum við velt fyrir okkur ýmis dæmi.Á síðustu árin hefur þetta m.a.einkennast,að sumir ásælast byggðarkvóta,og ná samningum við bankayfirvöld til að samþykkja lán til uppbyggingar á útgerð og fiskvinnslu.Þá spyr maður sig ætla þessir aðilar að setjast að til framtíðar,ég tel að svarið sé í raun,þó að þeir segi annað,að þeir ætla sér ná eins miklu útúr þessu og þeir geta,og hverfa síðan.
Ingvi Rúnar Einarsson, 15.2.2011 kl. 20:37
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.