Uppgreiðslugjald.
28.1.2011 | 13:30
Margar eru tekjuhliðar banka og lánastofnanna.Þá vil sérstaklega uppgreiðslugjald lána.Það er að segja,ef einhver vill greiða upp lán sín,er hann krafinn um greiðslu aukagreiðslu af áður greindu láni.
Við hljótum að spyrja hver tilgangur er með þessari,sem ég kalla skattgreiðslu.Það hljótur að vera hagur fyrir lánastofnannir, að sá viðkomandi,sem hefur tök á því að greiða upp lánin sín ,geti gert það.Í staðinn fyrir hann skattlagður af lánveitandanum.Þessi tilhögun vekur upp þá hugsun,að hér sé verið að neyða viðkomandi að vera með lánið áfram,sem getur síðar komi sér illa,ef fjárhagurinn minnkar.
Sjáum t.d. Íbúðalánasjóð.Þar er að vísa hafður sá möguleiki,að greiða mismunandi vexti,hvort inn í lánasamningnum er gert ráð fyrir uppgreiðslugjaldi eður ei.En þar sem að staða sjóðsins er slæm,að Ríkið þarf að leggja sjóðnum mikið fé,hlýtur að koma til greina að uppgreiðslugjald verði lagt af.Það ætti jafnvel að verðlauna þá sem vilja og geta greitt upp sín lán með því jafnvel að slá af upphæðinni,sem hann á að greiða.
Ekki veit ég hvernig Lánasjóður námsmanna tekur á þessu máli.
Veit gætum velt því fyrir okkur,að fyrirtæki sem er í góðum rekstri,og hefur tekjuafgang,að það geti lækkað skuldir sínar með gróðanum,í stað þess að greiða út arð.Það er staðreynd að fyrirtæki hafa gróða annað árið,en tap hitt.Tapið getur haft þær afleiðingar að fyrirtækið færi á hausinn,en þá lendir bankinn eða lánafyrirtækið í að annaðhvort að afskrifa skuldir og tapa því stórum upphæðum.Því hefði það verið betra fyrir þau(bankanna og lánafyrirtækin verðlauna uppgreiðslur).
Fleira má nefna þar sem uppgreiðslugjald kemur við sögu.En það er að ef viðkomandi stofnar reikning,sem er verðtryggður til þriggja ára,er hann skyldaður til að greiða ákveðnar prósentur á inneigninni í uppgreiðslugjald við útgreiðslu.Hér enn eitt dæmið um skattlagningu bankanna.Sem sagt ,þeir hirða stóran hluta af hugsanlegum fjármagnstekjum viðkomandi inneignar.
Þetta uppgreiðslugjald ber að leggja niður,og á að vera krafa til löggjafarvaldsins,að svo verði gert.
Athugasemdir
Smá viðbót:Í fréttum hefur sjávarútvegurinn hagnast á árinu 2009.Sá hagnaður fer sjálfsagt í arð,en ekki að greiða niður skuldir.Þannig peningurinn fer út úr fyrirtækinu.En skuldir halda áfram að vaxa.
Annað vil ég taka fram að uppgreiðslugjald hjá Íls,er tekið,hvort sem að þú vilt greiða hluta af láninu eða allt.Þarna er enn eitt afsprengið,ef fólk vill minnka stofninn ,verður að greiða uppgreiðslugjald.
Ingvi Rúnar Einarsson, 28.1.2011 kl. 14:09
Já þeir gera ekkert ókeypis í bönkunum- eg kvarta alls ekki undan þjónunstu í mínum banka en þeir ræna mig inn að beini eg þeir geta eg strögla og fæ sumt fellt niður- en eg lagði inna visareikning um daginn af reikningi mínum- nennti ekki að gera það í heimabanka - upphæðin var litlar 20 þúsund og þjónustugjald gegnum sima dyrir einhverr þrjár mínútur var 200 kr fyrir viðvikið.
Þeir sjá um sig ----
kv. Ea
Erla Magna Alexandersdóttir, 30.1.2011 kl. 18:43
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.