Yfirgangur ESB.

Íslendingar eru ekki óvanir hótunum um þvingannir frá öðrum þjóðum.Því tel ég að Íslendingar eiga ekki að uppveðrast yfir því.

 Það er ekki óeðlilegt að talsmaður skoskra sjómanna,sé að hlaupa upp á nef sér,og leita til ESB til þvinganna á Íslendingum,hann á ekki í önnur hús að venda.Þau ríki sem eru innan ESB verða að klaga til stóra bróðir,af því að þau geta ekkert sjálf gert í málunum.Má það líkja við smákrakka,sem eru að klaga til stóra bróðir um að verið sé að hrekkja sig.

Þarna er  verið að hugsa um að ákveðnar þvinganir á Íslendinga,sem  koma harðast niður á aðrar þjóðir innan ESB .Má þá nefna granna þeirra í Englandi í Hull og Grimsby.

Það má líka nefna þær þvingannir,sem ESB hefur boðað vegna hvalveiða Íslendinga.Hvergi hafa þær komið fram.Sem segir okkur að allar þvingannir á önnur ríki koma verst niður á þeim sjálfum.

Skotar hljóta skilja það,að Íslendingar vildu samninga,en samningstilboð frá ESB og Noregi við samningsborðið voru móðgandi og fjarri öllu því sem sanngjarnt var.


mbl.is Hóta þvingunum vegna makríls
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: corvus corax

ESB, Norðmenn og Bretar geta bara étið andskotann! Makríllinn er farinn að fylla hér alla flóa og firði á ákveðnum árstíma og keppa við aðrar tegundir um æti svo við erum í fullum rétti að veiða hann eins mikið og við viljum og getum.

corvus corax, 14.12.2010 kl. 12:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband