Heiðarleiki og gagnsæi.
12.12.2010 | 17:58
Heiðarleiki og gagnsæi er eitt,sem blundar á meðal manna innanlands og utan.En þá veltur maður því fyrir sér,hvort hér á við á meðal,utanríkismála og viðskipta.
Þar sem að Kristinn skorar á Össur um að láta til sín taka í málum Wikileaks,þá veltir maður því fyrir sér hvort Össur hafi ekki sent tölvubréf í sínu starfi,sem að hann vilji ekki ,að komi fyrir sjónir almennings.
Það hefur verið magt sagt,um umfang utanríkisþjónustu Íslendinga.Of mörg sendiráð o.s.fr.En þá er vitnað því til að ekkert mál sé að senda bréf eða halda fundi í gegnum tölvur.Þá verður maður hugsað til þess að ef það sé hægt að opinbera allt það sem þar fer á milli,þá er hætt við það verði óhugsandi,að slíkt verði gert.Því má ætla að meira verður úr ferðum utanríkisráðherra og fulltrúa frá utanríkisráðuneytinu út um allan heim.
Í viðskiptum er ávalt staðið í harðri samkeppni á milli aðila,því teldi ég að gagnsæi getur ekki þrifist innan þann geira.Þar sem að leynd um hugmyndir,uppfinningar og virðismat verður alltaf að vera.Því annars er hætta á markaðsstuld,iðnaðarnjósnum og lagaflækjum.
Að framansögðu teldi ég lítinn vilja hjá Össuri að skipta sér af þessu máli.
![]() |
Skorar á Össur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.