Stofna ný verkalýðsfélög.
9.11.2010 | 14:34
Á Utvarp Sögu fór fram könnun á meðal hlustanda,hvort stofna yrði ný verkalýðsfélög til höfuðs þeim,sem fyrir eru.
Við þá könnun kom fram að 85% sögðu "Já".
Ég var nokkuð undrandi,að svona meirihluti vildi í raun að fleiri forkálfar væru á launum hjá þeim,en nú er.Er ekki nóg að borga laun einna stjórnar en tveggja.Og engin trygging fyrir því,að forusta nýju félaganna séu betri,en þeir sem ráða í gömlu félögunum.
Ég hef starfað að félagsmálum og veit í raun,hvað veldur því að forustumenn gömlu félaganna sitja ævilangt í stjórnum þeirra.En ástæðan einfaldlega sú að félagsmenn sækja ekki félagsfundi.Þeir láta það óhreift að leggja skoðannir sínar fram,heldur skammast heldur í kaffistofum og borðsölum á vinnustað.Þetta á ekki síður við,að ef félagsmenn vilja hafa áhrif á að breyta um stjórn,er það eingöngu gert með því að leggja fram lista að nýrri stjórn,og kjósa.
Þannig að sökin er félagsmanna,hvernig ákveðnir menn geta valsað með félagssjóði og eigur félagsmanna eins og þeir vilja.Enda telja þeir,að þegar búið er að kjósa þá einu sinni í starfið eru þeir æviráðnir.Þegar þeir vilja hærri laun,þá leggja þeir það til á fámennum félagsfundi,sem er sóttur af mönnum,sem er viðhallir stjórninni og fá samþykki án vandkvæða.
Þú "launþegi"farðu og sýndu á þér klærnar,og farðu í félagsfund,og komdu þínum málum á framfæri.Þá fyrst geturðu sent gamlar stjórnir út í hafsauga,og fengið nýjar,sem vilja starfa að málum launþega.Og hafðu það hugfast,að það sé nauðsynlegt og skipta um stjórnir innan fárra ára.Þá fyrst er von um að forustumenn lenda ekki í þá gryfju,blanda starfi sínu með viðsemjendur vegna kunningskap.
Athugasemdir
Þarna er fólk að láta vit hug sinn. Ekki eru spurningarnar alltaf þess eðlis að það sé hægt að svara þeim á annan máta. Og ekki hef ég fengið að vita nokkurn skapaðan hlut um fundi að annað hjá þessum félögum síða ég vann hjá véladeild Eimskips í 1961 til 1967 eða svo. Þetta hefur þurrkast út eftir fyrirmynd frá Noregi og Svíþjóð. Þar ráða stjórnmálaflokkar og ekki strákarnir. Sveiattan!
Eyjólfur Jónsson, 9.11.2010 kl. 15:20
Þakka innlitið.Eyjólfur.Það er sjálfsagt rétt hjá þér að fólk er að láta hug sinn,sem er í raun andstæða á stjórn félaganna.
Það er einnig rétt að fundir eru örsjaldan haldnir,en ef til vill má kenna það launþegum.Stjórnir hafa auglýst fundi,sem fáir sem engir hafa mætt á.Og þá tekið þá ákvörðun,að það þýddi ekki að halda fund,það myndi engir mæta.Þetta hefur síðan þróast í þá átt,að einungis aðalfundir eru haldnir í félögunum.
Lög félaganna að í flestum tilfellum,að ef einhver ákveðin fjöldi vill félagsfund,þá verður stjórnin að gera það.Einnig er að tillögur um breytinga á lögum verða berast til félagsins tímanlega,og þá er mismunandi eftir hvort er um lagabreytingu er að ræða,eða önnur mál.
Því þýðir ekki að mæta á aðalfund með tillögur til ályktunnar eða atkvæðagreiðslu,þar sem að það er á móti lögunum.
En fólk verður að líta sér nær.
Ingvi Rúnar Einarsson, 9.11.2010 kl. 17:07
Spurning Útvarp Sögu er í raun villandi.Hún hefði átt að vera viltu skipta um stjórn þínu verkalýðsfélagi.
Ég tel í raun að það sé enginn,sem vill stofna nýtt félag.Staðreyndin er nefnilega sú að launþegar " eiga" sitt félag,og hafa byggt það upp í gegnum árin.
Sjúkrasjóðir og orlofssjóðir félaganna eru víða sterkir,enginn vill afsala sér rétt til þeirra.
Nýtt félag yrði að byggja slíka sjóði upp frá núlli,sem tæki þó nokkuð mörg ár.
Ingvi Rúnar Einarsson, 9.11.2010 kl. 17:37
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.