Þú frambjóðandi til stjórnlagaþing."Hverju villtu breyta?"
21.10.2010 | 10:15
Ég hef lýst því yfir,að ég er sammála Sigurði Líndal að engar breytingar er þörf á stjórnarskránni.Heldur þarf að fara eftir henni.
Nú hafa 500 frambjóðendur boðið sig fram til stjórnlagaþing.Allir þeir hljóta að vera með á stefnuskrá sinni.Hverju þeir vilja að breyta.
Gott og vel.Við sem komum til að kjósa fulltrúa að stjórnlagaþingi,hljótum að þurfa að meta tillögur ykkar,til breytinga.Í gærkvöldi var fundur,þar sem að 40 frambjóðendur lýstu hug sinn til breytinga.Slíkir fundir eru góðra gjalda verð.
Forsvars maður fundarinn,lét það í veðri vaka,að það þyrfti að henda gömlu stjórnarskránni,og byggja upp aðra nýja,allt frá grunni.Éf sú verður raunin,verður að vanda valið um fulltrúa.Sá aðili verður að hafa mikla þekkingu,á öllum þjóðfélagsmálum.Hann verður að færa óyggjandi rök fyrir því,hvað hann segir.Í öllum reglugerðum og lögum eru 4-5 leiðir til að fara í kringum.Þetta vita lögfræðingar og hagfræðingar,ekki síst ef ákvæðin eru torskilin.
Af þessu sögðu teldi ég að það þarf að gefa út 500 blaðsíðna bók.Þar sem hver blaðsíða væri tileinkuð einum frambjóðandi.Þar sem eru persónuupplýsingar og mynd er,sem og greinargerð frambjóðenda um hverju hann vill breyta.Þá gefst kjósandi tækifæri til að flokka frambjóðendur eftir efnisfærslum.
Athugasemdir
Ég er frambjóðandi til Stjórnlagaþings. Ég ætla að nota bloggið til að kynna hvernig ég vil vinna á þinginu nái ég kjöri og er þegar búinn að skrifa fyrsta pistilinn, vona að ég fái góðar rökræður og ábendingar.
Velkominn á <siggigretar.blog.is>
Sigurður Grétar Guðmundsson, 21.10.2010 kl. 11:17
Sæll Sigurður.Ég hef lesið blogg-síðu þína.Ég ætla að eiga það fyrir mig,sem stendur,en að bíða eftir álit þínu,um að auðlindir landsins og hafsins séu í eigu þjóðarinnar.Ég teldi það vera fróðlegt vegna þeirra starfa,sem þú hefur tileinkað þér,sem og búsetu.
T.d.þér nærtækt.Myndi þjóðin eiga vatnið,sem fer til vatnsverksmiðjuna í Ölfusi´? Á þjóðin heita vatnið,sem bóndi í Ölfusi boraði eftir,og náði árangri.
Þú sérð að það ýmislegt,sem ég vellti fyrir mér,með tilliti til hvað í raun kæmi út úr stjórnlagaþingi.Það verður líka spurning.Er fulltrúi þarna að eigin þágu eða fyrir þjóðina?
Ingvi Rúnar Einarsson, 21.10.2010 kl. 17:27
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.