Sofna undir stýri.

Það er ekki fyrsta sinn að slíkt hendir,og sjálfsagt mikið um það,þó ekki hafa hlotist af því slys.

Hér má vera ljóst,að fámenni umborð,er því að kenna.Umborð í þessum bátum er mikil vinna,samhliða löngum stöðum.

Við tilkomu fiskveiðistefnunnar,hefur fækkun sjómanna á skipum orðið til þess að stöður þeirra hafa aukist.Vaktaskipti hafa verið lögð af,og krafa til réttindamanna hefur engin verið.

Útgerðarmenn hafa farið fram á fækkun réttindamanna,t.d. að krafa til 2.stýrimanns verði lögð af á öllum skipum nema togurum og fjölveiðiskipum.

Fækkun í áhöfn var áður sjómönnum til góða,þar að hlutur þeirra,sem fækkað var kom í viðbót þeirra sjómanna,sem eftir voru.Oftast var það gert vegna samþykki skipstjóra,þar að hann hafð duglega og góða áhöfn.

Yfir þessu urðu útgerðarmenn ósáttir,þeir vildu fá þann hlut til sín.Þá var haldið fram að þeir hefðu kostað hagræðingu við veiðarnar,sem gerði það að verkum,að hægt væri að fækka sjómönnum.Þetta fengu útgerðarmenn í gegn,sem varð til þess að þeir heimtuðu fækkun.Þá var ekki tillit til þess,hverskonar mannskapur var umborð.Mín reynsla var sú að sumum tilfellum voru afköstin með 10 mönnum betri,en hjá 12 mönnum.

Auk má það koma fram að útgerðarmenn eru farnir að ráða undirmenn,sem var alfarið í höndum skipstjóra áður fyrr.Þá er ekki spurt að getu viðkomandi sjómann,heldur var vinur eða venslamaður útgerðarmanns,sem óskaði eftir ráðningu hans.

 Af þessum sökum kemur yfirálag á þá,sem eru vanir.Því þeir verða vinnu þeirra óvönu.

 Svo að víki aftur að þessum bátum,sem fréttin segir af.Þá er þetta línubátar jafnvel með beitingarvél.Þá er þetta stanslaus vinna frá því,að skipið kemur á miðin,þar nægur afli er kominn til landferðar.Þarna eru fjórir menn að vinna sömu vinnu og 11-12 mönnum á öðrum línubátum.

Þetta er ein ástæða fækkunar í sjómannastéttinni.


mbl.is Skipstjórar sofna við stýrið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband