Hvernig væri að skellinum væri jafnt skipt?
24.9.2010 | 14:14
Öllum er ljóst,að við hrunið,varð verðtrygging að hækka.En þar sem að hrunið var ekki skuldurum að kenna,heldur þeim,sem réðu bönkunum.
Í ljósi þess verður að taka tillit að tapið var mikið.En staðreyndin er sú að bankarnir,sem og íbúðalánasjóður eru bæði með belti og axlabönd,þegar svona hrun verður.En skuldarar eru berskjaldaðir.
Því teldi ég að skuldarar og lánveitendur eiga taka jafnt á sig skellinn.Þar að segja, að höfuðstóll lána hækkuðu um 50% miðað við fulla verðbólgu.
Allt tal um að setja 4% þak,sem er vissulega fjarstæðukennt,því er þessi tillaga lögð fram,til að koma á móts við skuldara.Vissulega leysir það ekki nema brot af stöðu heimilina.
En það er alveg ljóst að ríkisstjórnin ætlar sér ekki að gera neitt.Landið er að rísa vegna þess að bönkunum hefur verið bjargað,segir Steingrímur. Á meðan sefur Össur ásamt sínu fylgdarliði í stúku Íslendinga hjá SÞ.þjóðinni til skammar.Og Jóhanna setur sig á stall með konum,sem hafa verið sínum þjóðum til sóma.Þar á hún ekki heima.
Vilja þak á verðbætur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Ef lánastofnanir hefðu sýnt einhvern samstarfsvilja hefði hugsanlega verið farin þessi leið. Hagsmunasamtök heimilanna ásamt fleirum gerðu hvað þau gátu til að fá lánastofnanir að samningsborðinu strax eftir hrun og héldu þeim tilraunum áfram allt þar til málin fóru fyrir dóm. Enginn vilji var þá hjá þessum ránfyrirtækjum til að koma til móts við lánþega, enn er enginn vilji til samninga á þeim bænum.
Því er ekki um annað að ræða fyrir þá sem berjast fyrir réttlætingu lánþega til handa, en að fara fram með ströngustu kröfur. Það er lítill tilgangur að horfa til samninga þegar annar aðilinn þver tekur fyrir að koma að samningsborðinu!
Þetta verður ekki leyst með samningum, einungis löggjöf frá alþingi. Ef slík löggjöf verður ekki samin og samþykkt innan mjög skamms tíma, er engin þörf á að ræða þetta frekar. Það þarf þá ekki heldur að ræða neitt annað, það verður ekkert um að ræða, landið verður komið á hausinn!!
Gunnar Heiðarsson, 24.9.2010 kl. 15:39
Þakka innlitið Gunnar.Ég þér sammála að löggjafarvaldið(bíddu aðeins er það ekki fólkið,sem er á Alþingi,ég spyr?),er svo upptekið af sjálfum sér,að það veit ekki að það á að starfa fyrir þjóðina.
Ingvi Rúnar Einarsson, 24.9.2010 kl. 16:07
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.