Ísbreiðan hverfur.
15.9.2010 | 22:01
En berast fréttir af bráðnun ís á Norður-Íshafinu.
Hér eru hlutir að gerast,sem Íslendingar verða að vera vakandi yfir.Nokkur lönd,sem liggja að Norður-Íshafinu funduðu í Kanada í vor,en Íslendingar voru ekki boðaðir.Norðmenn og Rússland voru að undirrita samning um skiptingu landgrunnsins.Spurning er hvort hér sé svæði,sem Íslendingar eiga rétt til.
Norðmenn yfirtóku Jan Majen með frekju og við létum það viðgangast.Norðmenn hafa einnig yfirtekið Svalbarðasvæðið,þó að þeir áttu samkvæmt samningi við Evrópuríki(Ísland þar með talið) að hafa umsjón með því.
Við verðum að gnýja á Kínverjum svör um það hvort Ísland geti verið umskipunnarland,fyrir vörur bæði til austurstrandar Bandaríkjanna og Evrópu.
Íslendingar verða vakna frá fortíðinni,og snúa sér að framtíðinni,áður en öll þau tækifæri,sem eru greinilega til staðar,verða rænd af okkur,vegna þess að við erum svo upptekin við að leita orsaka hrunsins.Þegar loksins við erum búnir að finna orsakirnar,sjáum við aðeins dæmi,sem við getum lært af.En skaðinn er skeður,því verðum við frekar að byggja upp,og leita alla þátta til þess.
Í annað:Ekki hefur frétst af hækkun sjávar.Öll þessi bráðnun ís hlýtur að koma fram einhvers staðar.
Ísbreiðan horfin fyrir 2030? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Bráðnun hafís hefur ekki áhrif á hækkun sjávarborðs. Hitt er annað mál að sjávarborð hækkar miðað við núverandi ástand um ca. 3 mm á ári, sem svarar til 30 cm yfir 100 ár. Það hefur frekar aukist frá síðasta áratug síðustu aldar þegar hækkunin var um tæplega 2 mm, sjá nánar, Helstu sönnunargögn á loftslag.is. Sumar nýrri spár gera jafnvel ráð fyrir hækkun upp á yfir 1 metra, sjá t.d. Áhrifavaldar sjávarstöðubreytinga.
Sveinn Atli Gunnarsson, 15.9.2010 kl. 22:56
Ég sakna manna,sem eru látnir.En þeir voru Gunnar Schram þjóðréttafræðingur og Eyjólfur Konráð Jónsson alþingismaður.Þeir börðust fyrir réttindamálum þjóðarinnar.
Nú virðist enginn framámaður gera sér ljóst,hvað er að gerast í kringum okkur.Það er verið að troða yfir okkur,á meðan við erum svo uppteknir að leita orsaka hrunsins og mönnum til refsinga,sem skilar enga akkurat núna.
Alþingismenn eru að gráta yfir því,að þurfa benda á sökudólg innan sinna raða.-Hættið þessu bulli og reynið að fara gera eitthvað að viti.Þjóðin hefur heyrt sömu orðin aftur og aftur frá pontu Alþingis,í þrjá daga standlaust.Þjóðin þarnast þess,að þið gerið eitthvað,sem þið vorið kosin til.
Ingvi Rúnar Einarsson, 15.9.2010 kl. 23:10
Þakka þér fyrir innlitið og upplýsingar Svalti.
En ég tel að bráðnum og framrás skriðjökla frá Grænlandsjökli muni hækka sjávar borð.
Ingvi Rúnar Einarsson, 16.9.2010 kl. 00:02
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.