Framtakssjóður er eigu launþega.
20.8.2010 | 17:09
Eins og kemur fram,þá er Framtakssjóður í eigu lífeyrissjóðanna.Lífeyrissjóðir eru í eigu launþega,þó að stjórnarmenn séu vinnuveitendur og launþegar,og flestum tilfellum eru formenn stjórnar á hópi vinnuveitanda.
Samkvæmt lögum lífeyrissjóðanna er gert ráð fyrir að í stjórnum sjóðanna,fulltrúar vinnuveitanda og launþega eigi jafnmarga fulltrúa og oddamaður sé viðurkenndur maður úr fjármálageiranum af Alþingi.
Þess vegna er það ekki skrítið að vinnuveitandi sé formaður stjórnar.Þar sem að kunningsskapur vinnuveitanda og fjármálamanna er meiri,en launþega og fjármálamanna.
Af þessum sökum,er eftirgjöf fulltrúum launþega er alger.
Í lögum sjóðanna er lagt til að framkvæmdastjórn vinni að því að ávaxta sjóðina,með því að dreifa allri áhættu.Hvort áður nefndur framtakssjóður,sé til ávöxturs eða er hann einungis ætlaður til að bjarga illa reknun fyrirtækjum,og á sama tíma verið að reyna ná til baka fjármagni,sem eru sennilega glatað.
Það slær mann,þegar maður velltir því fyrir sér til þess hverjir eru aðalfulltrúar sjóðina.Vilhjálm Egilsson,Arnar Sigmunsson og Finnboga Jónsson,allir þessir menn hafa verið framámenn á meðal vinnuveitanda.Þetta er þeir menn,sem eru ráðgast með fjármagn launþega.
Á aðalfundi Gildi,var Vilhjálmur Egilsson spurður um það,hvort það væri ekki eðlilegt að vinnuveitendur færu úr stjórnum lífeyrissjóðanna.Hans svar var."Við vinnuveitendur myndum hætta greiða til sjóðanna,ef þeir væru ekki í stjórnum þeirra".Þetta stríðir gegn því,að allar greiðslur til sjóðanna eru laun launþega,sem unnist hafa í samningum.
Af þessu má hugleiða það.Voru samningar samþykktir,af því að vinnuveitendur mættu ráðgast með fjármagnið af eiginn vild?
Framtakssjóður kaupir Vestia | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Veistu það Ingvi, ég skil ekki þessa lífeyrissjóði. Maður borgar og borgar í þá alla starfsævina. Reglulega fær fólk yfirlit um þau réttindi sem það er búið að ávinna sér.
Svo þegar fólk á að njóta þessara réttinda, þá skerðir lífeyrissjóðurinn þau á þeim forsemdum að ávöxtun hafi verið svo léleg síðustu ár, eða eitthvað í þessa veru.
Við erum að borga mönnum gífurleg laun fyrir að halda utan um lífeyrissjóðinn okkar. Ef að þeim mistekst, þ.e.a.s. þeir standa sig illa í vinnunni þá töpum við réttindum okkar.
En þeir sem eru í vinnu hjá okkur og standa sig ekki í stykkinu, eru þeir reknir?
Jú þeir eru kannski reknir, en hvað gerist svo?
Þeir fá margar milljónir í starfslokasamning eftir að búið er að reka þá.
Það er allavega ekki fyrir minn heila að skilja svona vitleysu, svo mikið er víst.
Jón Ríkharðsson, 20.8.2010 kl. 18:26
Sæll Jón.Þú ert sjálfsagt ekki sá eini,sem skilur ekki stjórnir lífeyrissjóðanna,og hver eru verkefni þeirra.
Nú hefur kosið nefnd til að rannsaka gerðir stjórnarmanna fyrir hrun.
Ég starfaði sem formaður eins félags í sjómannageiranum.Þá gerði ég athugasemdir,að þá var ekki gerð skil á inngreiðslum og réttindi.Þá var mér tjáð,að hver og einn ætti að fara á skrifstofu viðkomandi lífeyrissjóð,og kanna þetta þar.
Ég sagði við það tækifæri,að launþegar færi á skrifstofu tvisvar á ævi.Fyrra skipti til að fá lán til íbúðakaupa eða byggingja,og seinna skipti til að sækja um örorku-eða ellilífeyri.
Stuttu síður var þessu breitt í þá veru að lífeyrissjóðir fóru að senda launþegum yfirlit um inngreiðslur.Kom þá í ljós að mörg fyrirtæki höfðu ekki greitt inngreiðslur í langan tíma.
Þegar þetta var ljóst og launþegar kvörtuðu við lífeyrissjóðina,var því svarað af stjórnendum,að launþegar ættu að kvarta við vinnuveitendur,og koma sér í slæma stöðu gagnvart þeim,í stað þess að starfsfólk sjóðina vinni að innheimtu inngreiðslanna.
Þetta sýnir að framkvæmdastjórn og starfsfólk sjóðanna vildu ekki styggja vinnuveitanda,enda voru þeir ráðamenn sjóðanna og gátu því haft völd til að reka þau.
Spilling þrýfst af því,að allir vilja fá sem mest í buddu sína,og bjarga sínu eigin skinni.
Ingvi Rúnar Einarsson, 20.8.2010 kl. 19:33
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.