Því skal einstaklingur eiga minni rétt,en lögaðili?

Vegna skeringu á bótum,vegna fjármagnstekna vil ég vil benda á óréttlætið,sem er samfara því að ekkert er tekið tillit til fjármagnsgjalda,sem ætti að jafna út.Þetta er gert hjá lögaðilum,en ekki einstaklingum.Margir eru að greiða af lánum,með fjármagnstekjum.

Svona má segja um eignir.Enginn á meira eign,en af henni verði frádregnar skuldir.

Nettótekjur og nettóeign er það sem á að taka hliðsjón af,en ekki brúttó. 

 

Auðvitað er hér um brot á jafnræðisreglu,sem og mannréttindum.

Ég sendi fyrir tveim árum síðan bréf til Landsamband eldri borgara.Ég fekk svar.Þá átti að fjalla um þetta næsta fundi stjórnar.Nú ekkert svar hef ég fengið,um niðurstöðu málsins.Ég átti ekki von á því.

Menn hafa rætt um að Félög eldri borgara er skemmtiklúbbur,þar er ýmis tómstundagaman á þeirri stefnuskrá.

Ég tel að ef það verður áfram stefna ríkisstjórnar,ræna eldra fólki eignum þeirra,en þetta er eignaupptaka að verstu gerð,þá hlýtur að vera nauðsyn að skipa umboðsmann aldraða.

 Það  er til umboðsmaður Alþingis.

 Umboðsmaður barna.

 Umboðsmaður skuldara.

Því er ekki fráleitt að stofna slíkt embætti.Umboðsmaður hefði rétt til að leita til íslenska eða erlendra dómstóla,til vernda eldri borgara frá ólögum eða siðlausum gerðum yfirvalda.

Ingvi Rúnar Einarsson, 27.7.2010 kl. 20:42


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Eyjólfur G Svavarsson

Ég er sammála þér Ingvi, það ætti að drífa í þessu ekki seinna en stax.

Eyjólfur G Svavarsson, 28.7.2010 kl. 14:26

2 Smámynd: Erla Magna Alexandersdóttir

Ja Ingvi- við fáum ekkert rettlæti í þessu landi- verðum við ekki annað hvort- að sækja um hæli erlendis vegna ofsókna Ríkisins sem er staðráðið í þvi að ræna okkur eða alþjóðamannrettindadómstóls ?

Felag eldri borgara fer bara í sund og leikfimi- fyrir kl 5 !

Bestu kveðjur

Erla Magna

Erla Magna Alexandersdóttir, 28.7.2010 kl. 21:27

3 Smámynd: Jón Ríkharðsson

Já Ingvi minn, mér finnst nú að það eigi að leyfa gamla fólkinu að vera í friði. Í gamla daga þótti nú frekar lítilmannlegt að hirða fé af gamalmennum, en ríkisstjórnin okkar er nú lítt gefin fyrir gamlar hefðir.

Jón Ríkharðsson, 28.7.2010 kl. 21:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband