Ofgreiddar tryggingabætur.
26.7.2010 | 17:35
Enn kemur fram hjá að Tryggingastofnun að hún hafi ofgreitt tryggingabætur.Ástæðan virðist aðallega að það eru vanáætlaðar fjármagnstekjur.
Hvað fjármagntekjur varðar er hér um tekjur sem eru vextir,verðbætur og arður.Eins og fólk veit er tekin 18% af þeim í skatt.Einnig er ekki tekið til greina þó fjármagnsgjöld viðkomandi eru jafnvel hærri,en fjármagnstekjur.
Ef um lögaðila eru að ræða,þá er alltaf fjármagnstekjur og fjármagngjöld jöfnuð út.
Margir ellilífeyrisþegar hafa selt stórt og óhentugt húsnæði.Ef um hærra söluverð á eign,en það sem keypt var hefur myndast áhveðin sjóður.Í mörgum tilfellum hefur sú fjáreign verið lögð í sjóðreikninga gömlu bankanna,og tapast.Sumt fólk hefur fengið lán ,og eiga sjóð til að greiða af því.
Einnig má benda á að stofnannir eða fyrirtæki hafa byggt húsnæði sérstaklega ætlað fyrir eldri borgara,hafa markaðsett það með því að ráðleggja því(eldir borgurum) að selja og nota fjármagnstekjur til greiðslu á leigu húsnæði frá þeim.Það fólk,sem valdi þá leið,er það í þeirri stöðu að það fær engar tryggingabætur vegna að fjármagnstekja,sem er notað til leigugreiðslu eða fjármagngjalda.
Það réttanlegt mál,að tryggingabætur verði reiknaðar út frá mismun fjármagnstekjum annars vegar og fjármagngjalda/leiguverð hins vegar.
Ef það yrði tekið til þess,sem ég hef skýrt frá,yrði sú háa upphæð sem kemur fram í þessari fram þessari miklu lægri.
Hér er hefur tryggingastofnun brotið lög um mannréttindi,sem ber að senda til Mannréttindadómsstóla.
11 þúsund manns fengu of háar tryggingabætur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Næstsíðasta málsgrein á að vera:Ef tekið tillit til þess,sem ég hef skýrt frá,yrði upphæð sú,sem kemur fram í þessari frétt,miklu lægri.
Það má eins koma fram að raunávöxtun á sparireikningum er sáralítil.
Ég hef reynt að koma þessu á framfæri í ræðu og riti,án nokkurn árangri.
Einnig má nefna það,að ég skrifaði umboðsmanni Alþingis og fv.ráðherra Ragnheiði Ástu.Ragnheiður svaraði því,að þetta yrði skoðað.Ég hef ekki fengið annað svar.
Ingvi Rúnar Einarsson, 26.7.2010 kl. 19:23
Sæll Ingvi, það er nauðsynlegt að fá umræðu um þessi mál. Ég vona að þú komist eitthvað áleiðis með þetta, styð þig heilshugar.
Jón Ríkharðsson, 26.7.2010 kl. 22:36
Má reikna það sem fjármagnstekjur ef vextir eru neikvæðir og standa ekki undir verðbólgu, ég meina, er hægt að skattleggja engan hagnað? Spyr fáfróður.
Eyjólfur G Svavarsson, 26.7.2010 kl. 22:38
Þakka stuðninginn Jón.
Eyjólfur þakka innlitið.Það virðist allt vera hægt hjá þessari ríkisstjórn.Ég skrifaði nafn Ástu Ragnheiði öfugt að ásettu ráði.Þannig hefur öll Samfylkingin snúist.
Forsætisráðherra hefur verið að miklast af því,hvað hún bætt efnahag ríkisins og minnkað atvinnuleysið.
Hún nefnir ekki hvernig.-Rænt eldra fólki rétti sínum,eftir langa starfsævi með tilheyrandi skatti,sem átti að hluta verða ellilífeyri þess.Minnkað atvinnuleysið með því að flæma fjölda fólks út úr landinu.Þetta eru einu lausnirnar,sem hún hefur gert.
Flest annað er komið í óefni,og afleiðingar vegna sofandahátt eru miklu meiri,en sjálft hrunið.
Ingvi Rúnar Einarsson, 27.7.2010 kl. 00:04
Ég vil bæta við.
Hvað á eldra fólk að gera til að mæta þessu óréttlæti?
1.Það getur tekið sparifé sitt út úr bönkunum.Fengið sér bankahólf og geymt það þar.Að vísa fær það engar fjármagnstekjur,en fullar bætur í staðinn.
2.Flutt sparifé inn á reikning barna sinna.
3.Greitt upp skuldir eða minnkað höfuðstól skulda með tilheyrandi uppgreiðslukostnaði.
4.Fjárfest í eignum.
Allt þetta er í óþökk væri bankana,sem og ríkisstjórnarinnar.Fjármagn það eldri borgarar eru með á sparireikningum,er í fullri notkun fyrir þjóðina,sem eru að gera tilraunir við að endurreisa ímynd þjóðarinnar,en ef það er geymt í bankahólfi,er það engum til gagn og rýrnar með ári hverju.
Ingvi Rúnar Einarsson, 27.7.2010 kl. 09:19
Allt sem þeyr lofuðu er svikið, ég hef alltaf haft sérstaka andstyggð á þeim sem ræna gamalt fólk, er þetta þekt innan ees að ef þú hefur safnað smá sjóði til elli árana þá bara verður það tekið af ellilýfeyrinum er ekki hægt að kæra þetta til alþjóðadómstólsins, mér finnst þetta vera brot á mannréttindum.
Eyjólfur G Svavarsson, 27.7.2010 kl. 17:19
Auðvitað er hér um brot á jafnræðisreglu,sem og mannréttindum.
Ég sendi fyrir tveim árum síðan bréf til Landsamband eldri borgara.Ég fekk svar.Þá átti að fjalla um þetta næsta fundi stjórnar.Nú ekkert svar hef ég fengið,um niðurstöðu málsins.Ég átti ekki von á því.
Menn hafa rætt um að Félög eldri borgara er skemmtiklúbbur,þar er ýmis tómstundagaman á þeirri stefnuskrá.
Ég tel að ef það verður áfram stefna ríkisstjórnar,ræna eldra fólki eignum þeirra,en þetta er eignaupptaka að verstu gerð,þá hlýtur að vera nauðsyn að skipa umboðsmann aldraða.
Það til umboðsmaður Alþingis.
Umboðsmaður barna.
Umboðsmaður skuldara.
Því er ekki fráleitt að stofna slíkt embætti.Umboðsmaður hefði rétt til að leita til íslenska eða erlenda dómstóla,til vernda eldri borgara frá ólögum eða siðlausum gerðum yfirvalda.
Ingvi Rúnar Einarsson, 27.7.2010 kl. 20:42
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.