ASÍ stendur í vegi fyrir minnkun atvinnuleysi.
3.6.2010 | 13:32
Þann 28.des 2009 skrifaði ég á blogg-síðu mína grein um störf í sjómennsku.
Ég hef lengi verið talsmaður þess að íslensk fragtskip beri íslenskan fána.
Íslendingar hafa samþykkt alþjóðaskráningu,en stjórn ASÍ hefur komið í veg fyrir að hún hafi verið staðfest hér á landi.Þessi mótatgerð ASÍ óskiljanleg.Hér á landi er mikið atvinnuleysi,en þó að það liggi ljóst fyrir,að við skráningu skipa hér á landi,eru hér um allt að 500 störf.
Þar sem að skráning skipa í Færeyjum,er engin skylda að ráða íslenska sjómenn,enda er sú raunin að útlendingar eru í meirihluta áhafna skipa,sem er eigu Eimskip og Samskip.
Þess skal þó geta,að Eimskip sem var talið óskabarn þjóðarinnar,er nú í eigu ríkisins og ætti því að vera hæg heimatökin að skrá skipin hér á landi.Við skráningu skipa erlendis tapast miklar tekjur fyrir þjóðarbúið,má þar nefna að skattar á áhöfn fara til þess ríki sem skipið er skráð hjá.Einnig eru útgerð ekki skyldug að ráða menn eftir íslenskum sjómannasamningum.Því eru þeir íslendingar,sem eru starfandi á skipunum,án réttinda hér heima fyrir m.a.lífeyrisréttinda.
Sjómannasamband Íslands hefur verið innan ASÍ,en sökum óánægju hefur Sjómannafélag Íslands gengið úr samböndunum,þannig að ASÍ eru orðnir veikir málverjar sjómanna.
Að svo mæltu skora ég á stjórn ASÍ,fjármálaráðherra og samgönguráðherra að vinna að málum að íslensk verði með ÍSLENSKAN FÁNA.
Athugasemdir
Já minn kæri- það er íllskiljanlegt að óskabarn þjóðarinnar og stjórn ASI skuli standa fyrir atvinnuleysi í sjómannastett og ætti að banna með lögum- en þau eru nú ekki til her nema fyrir hentistefnu stjórrnmálamanna.
Það er svo önnur saga hvernig EIMSKIP ´OSKABARN ÞJÓÐARINNAR HEFUR FÉFLETT ÍSLENDINGA FRÁ FYRSTA DEGI með skuldabrefum sem urðu svo að engu og man eg eftir gömlu safni sem var til heima hjá mer sem krakki- af brefum í EIMSKIP SEM SÍÐAN VORU RÖMMUÐ INN OG HANGA ENN Á VEGG HJÁ SYSTUR MINNI SEM FEKK ÞAU Í ARF !Eg hef sjálf stundum keypt bref frá þessu óskabarni en þeir peningar hafa alltaf horfið ?
EN VERKALÝÐSHREYFING OKKAR HEFUR ALLTAF UNNIÐ FYRIR ATVINNUREKENDUR OG VIÐ BORGUM ÞEIM OKUR LAUN FYRIR ?
BESTU KVEÐJUR.
erla
Erla Magna Alexandersdóttir, 3.6.2010 kl. 19:49
Já Ingvi, ég er þér innilega sammála. Íslensk skipafélög eiga að sjálfsögðu að hafa íslenskt flagg á sínum skipum.
Og varðandi kostnað við vegaframkvæmdir sökum mikils slitálags af völdum flutningabíla, mætti velta fyrir sér strandsiglingum á ný. Íslensk farmannastétt er nær útdauð því miður.
Jón Ríkharðsson, 3.6.2010 kl. 21:33
Erla.Þakka innlitið.Ég er ánægður með einhver sé mér sammála.
Sagan um skulda-hlutabréf í Eimskip og Flugleiðum er alveg rétt hjá þér.Fólk hafði fengið þau í erfðir og þótti hálfpartinn vænt um þau.En sumir höfðu vit á að selja á fyrstu dögum einkavæðingu,og fengu þá talsvert fyrir þau,en aðrir sátu með þau fram á það síðasta og töpuðu öllu,því miður.
Ingvi Rúnar Einarsson, 4.6.2010 kl. 00:28
Blessaður Jón.Eru menn í landi? Ég var á aðalfundi FS.Þar kom ég með tillögu til stjórnar,að eitthvað yrði gert til að vekja athygli á þessu máli.En það sem þú nefnir með strandsiglingar, fær það mál alltaf sömu afgreiðslu.Það tekur lengri tíma,að fá vöruna.En staðreyndin er sú að vöruflutningar eftir þjóðvegum landsins eru styrktar.Ég nefni eina vitleysuna.Það var að Freyfaxi,var látin hætta flytja sement frá Akranesi til Reykjavíkur.Það þótti hagkvæmara að flytja það á tankbílum.En farmur Freyfaxi var 40 tankbílar.Það geta allir séð að dæmið er ansi skítið.
Ég hef miklar áhyggjur að ímynd sjómannsins er að hverfa.Mikil fækkun á fiskimönnum,og farmannastéttin er að deyja út.En það er eðlilegt,þar sem að ungir menn komast ekki á sjó,þó þeirra hugur sé að feta í fótspor feðra sinna sé til staðir.Þeir fá ekki pláss á fiskiskipin sökum fækkunnar þeirra og fragtskipin eru mönnuð útlendingum.Það verður vandlifað á þessu landi í framtíðinni,ekki síst vegna þess að stjórnvöld sjá ekki nema það,að best sé að ganga í ESB.Það lýsir því,þau sem halda um stjórnartaumana,eru fyrst til að gefast upp.
Ingvi Rúnar Einarsson, 4.6.2010 kl. 00:49
Sæll hef aldrei skilið andstöðu eða skeitinaleysi fólks við þetta mál, búinn að röfla um þetta síðan útflöggun byrjaði, ánægður að þú skulir mynna á þetta !
Snorri Gestsson, 4.6.2010 kl. 09:51
Blessaður Snorri.Við verðum að viðurkenna,að baráttan gegn útflöggum og framsali á kvóta,hefur verið erfið.Þú og ég höfum því miður orðið undir í þeim þætti,við störf okkar í félagsmálum,en kannske eigum við eftir að sjá breytingu,áður en við förum undir sex fetin.
En strákar,ég óska ykkur til hamingju með daginn.Einkunarorð dagsins ætti að vera.
"Íslenkur fáni á íslensk skip.
Ingvi Rúnar Einarsson, 4.6.2010 kl. 10:34
Til lukku með sjómannadaginn Ingvi minn.
Ásdís Sigurðardóttir, 5.6.2010 kl. 17:18
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.