Utanþingsráðherra vinnur sína vinnu.
16.4.2010 | 15:41
Ég var á hlusta það sem fór fram í þingsölum í dag.Vakti það athygli mína,að Ragna Árnadóttir dómsmálaráðherra flutti hvert frumvarpið á fætur öðru.Einnig fannst mér að þau fáu andsvör frá þingmönnum hvort þeir voru í ríkisstjórnarflokkum eða ekki,voru eingöngu til að hrósa tilkomu frumvarpsins.
Eitt af frumvörpum ráðherra var að sameina þjóðskrá og fasteignaskrá.Það komu fram í andsvari,hvort ekki væri tilvalið að sameina fleiri skrár.Ráðherra taldi svo vera,en þær skrár voru undir önnur ráðuneyti,því gat hún ekki haft áhrif á það.
Svona er búið að unga út alskonar stofnunum,á milli ráðuneyta. Skráarsöfn ber að koma undir eina stofnun,mér datt í hug að þjóðskjalasafn væri höfuðstöðin að slíku.Það myndi skapa mikið hagræði bæði ríkisstjórnar og almenning.Almenningur þarf þá ekki,að vera þeytast á milli stofnanna til að ná í gögn.
Ríkisskattstjóri virðist hafa greiðan aðgang að þessum skjölum,það má sjá á skattskýrslu almenning,þar sem að skattstjóri veit allt,um okkar hag og hefur fyllt okkar skýrslu,sem þarnast ekki nema undirskriftar.
Athugasemdir
Ragna Árnadóttir er einhver besti ráðherra okkar - og virðist fylga málum faglega eftir...
Kristinn Pétursson, 16.4.2010 kl. 15:55
Sæll Kristinn,ég er þér sammála.Það munda komi margt gott frá henni,ef hún hefði eitthvað úr að moða.Það sýnir sig,hvað hún í raun getur með ekkert fjármagn.
Ingvi Rúnar Einarsson, 16.4.2010 kl. 17:32
Ragna er flott, ég vil að allir ráðherrar okkar verði utanflokka.
Ásdís Sigurðardóttir, 17.4.2010 kl. 13:31
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.