Hugleiðingar um rétt manna til langvarandi forustu í félögum ,innan verkalýðsfélaganna
24.3.2010 | 13:25
. Við lestur á fréttum í Morgunblaðinu,kemur fram að tveir af forustumönnum hjá sjómannasamtökum,hafa lýst því yfir að fulltrúar þeirra verði dregnir út úr nefnd,sem á að vinna að breytingum á fiskveiðistjórnarkerfinu.Að vísu hefur sú frétt verið dregin tilbaka. Ég hef starfað í tvo áratugi að félagsmálum sjómanna.Allan þann tíma hafa sjómenn barist gegn framsali,veðheimild og leigu á kvótanum.Það hafa yfirleitt verið samþykktar samhljóða tillögur þar að lútandi,á öllum þeim fundum innan samtakanna,sem ég hef setið.Því er það óskiljanlegt,hvernig forustumenn bregðast við skötuselslögunum. Árni segir,að skötuselslögin,sé prufukeyrsla á fyrningarleið.Því spyr ég:Er það ekki almennur vilji sjómanna fyrir því,að fundið sé leiðir til að breyta fiskveiðistjórnarkerfinu.Sævar segir,að hér sé um smáskammtalækningar.Þá spyr ég:Er það ekki leiðin,við breytingar,að unnið sé hægt, en þó þannig að ekki verði miklar raskannir hjá þeim,sem hlut eiga að máli,og aðlögunartími verði nægur.Ég tel að þessar mótbárur forustumanna sjómanna eru ekki samkvæmt vilja þeirra umbjóðenda.Þær eru gerðar að vilja LÍÚ.Þá spyr maður eru þessir forustumenn eftir langa veru í embætti orðnir afhuga sínum fyrri hugsannahætti Langur kunningsskapur getur skapað ákveðna samstöðu,sem er ekki til þess fallin að bæta hag umbjóðanda þeirra. Ef á að kalla þeirra fulltrúa út úr nefndinni,eiga þeir að fara alla leið og segja af sér. Nú hafa þessi mótmæli LÍÚ og forustumanna sjómannasamtakanna orðið þvílíkt hitamál,að þjóðin krefst þjóðaratkvæðisgreiðslu.Ég held að allir geti verið sammála,að þjóðin mun greiða gegn fiskveiðistjórninni,eins og hún er í dag.Ég spyr:Er það lausnin sem þeir vilja?
Sjómenn taka þátt í störfum sáttanefndar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.