Misskilningur og aftur misskiljungur.
6.1.2010 | 14:57
Ég tek undir Mariu E.M.Pinedo, alþjóð hefur misskilið það,að við ætlum ekki að borga.
En staðreyndin er sú,flestir Íslendingar vilja ná sáttum.En sáttin verður að vera sú,að þeir geti staðið við skuldbindingar.Einnig að það liggi ljóst fyrir hver sú skuld er.
Nú hafa talsmenn ESB sagt,að það sé full þörf,að skoða ICESAVE-málið frá grunni.Allt frá hruni bankanna,hryðjuverkalögin,neyðarlögin og ekki síst samninga þá,sem í upphafi voru gerðir,á milli samningaaðila frá Íslandi,Englandi og Hollandi.
Það færi vel á því,að það færi fram rækileg skoðun,hvort það verði niðurstaða að Ísland gangi inn í ESB eða ekki.
Heiðarleiki,er allt sem þarf.
Telur útlenda fjölmiðla misskilja málið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.