Færsluflokkur: Bloggar

15 ár síðan snjóflóð fell á Flateyri

Flateyrarkirkja Við minnumst allra þeirra,sem fórust í snjóflóðunum á Flateyri og Súðavík.

Glæsileg framtíðardraumar.

Ungt íþróttafólk hefur verið mikið í sviðsljósinu undanfarið.Evróputitill  Fimleikaliðs Gerplu er eitt.Þá má ekki síður minnast á karlaliðs,en þeir náu 4 sæti.En að unglingalandslið stúlkna Íslands sýndu ekki síður glæsilegan árangur með bronsið.

Við erum að verða vitni af árangri unga knattspyrnumanna,þar sem að U21 lið komið í undanúrslit,og U17 stendur einnig undir væntingum.

Ungir handknattismenn eru farnir að banka á dyrnir hjá silfurlið Olympíuleikanna.

Ungir golfleikarar,eru vekja athygli út í hinum stóra heimi.

Einstaklingar í batminton,bardagaíþróttum og fleiri greinum,hafa gert það gott.

Að framansögðu verðum við að gera okkur ljóst,að framtíð landsins  með ungt afreksfólk á öllum sviðum,ekki aðeins í íþróttum,heldur á flestum sviðum þjóðfélagsins,segir okkur Íslendingum að unga fólkið,sem tekur við er tilbúið að halda nafni Íslands á lofti.

Nú reynir á stjórnvöld,að standa vörð um heimili og uppbyggingu á Nýju Íslandi.Ríkisstjórn og alþingismenn verða skilja það,að niðurrif og afturhald gera ekkert annað,en að fólksflótti vex frá landinu.Ímynd Íslands verður ekki aftur náð,nema allir Íslendingar hugsi um þjóðarhag.


Þú frambjóðandi til stjórnlagaþing."Hverju villtu breyta?"

Ég hef lýst því yfir,að ég er sammála Sigurði Líndal að engar breytingar er þörf á stjórnarskránni.Heldur þarf að fara eftir henni.

Nú hafa 500 frambjóðendur boðið sig fram til stjórnlagaþing.Allir þeir hljóta að vera með á stefnuskrá sinni.Hverju þeir vilja að breyta.

Gott og vel.Við sem komum til að kjósa fulltrúa að stjórnlagaþingi,hljótum að þurfa að meta tillögur ykkar,til breytinga.Í gærkvöldi var fundur,þar sem að 40 frambjóðendur lýstu hug sinn til breytinga.Slíkir fundir eru góðra gjalda verð.

Forsvars maður fundarinn,lét það í veðri vaka,að það þyrfti að henda gömlu stjórnarskránni,og byggja upp aðra nýja,allt frá grunni.Éf sú verður raunin,verður að vanda valið um fulltrúa.Sá aðili verður að hafa mikla þekkingu,á öllum þjóðfélagsmálum.Hann verður að færa óyggjandi rök fyrir því,hvað hann segir.Í öllum reglugerðum og lögum eru 4-5 leiðir til að fara í kringum.Þetta vita lögfræðingar og hagfræðingar,ekki síst ef ákvæðin eru torskilin.

Af þessu sögðu teldi ég að það þarf að gefa út 500 blaðsíðna bók.Þar sem hver blaðsíða væri tileinkuð einum frambjóðandi.Þar sem eru persónuupplýsingar og mynd er,sem og greinargerð frambjóðenda um hverju hann vill breyta.Þá gefst kjósandi tækifæri til að flokka frambjóðendur eftir efnisfærslum.


Refskák útgerðar.

Þegar kvótakerfið var sett á var það til verndar á fiskinum.Urðu kaflaskil um nýtingu afla,það var farið vel hráefnið.Nýjar tegundur nýttar,sem sköpuðu verðmæti.

En Adam var ekki lengi í Paradís.Leift var að veðsetja kvóta,en þá var andskotinn laus.Þetta var upphafið og græðgisómenningu íslenskt þjóðfélags.Margir seldu skipin sín,með kvótanum,þar sem gífurleg verðmæti mynduðust í þeim,fóru síðan með fjármagnið út úr greininni.Stærri útgerðir keyptu og hentu skipunum og hirtu kvótann.Sum skipin voru seld kvótalaus fyrir lágar upphæðir,en þeir keyptu urðu síðan leiga kvóta fyrir stórar upphæðir.Þær útgerðir stóðu engan veginn undir rekstri,þó að sjómennirnir,sem réðu sig á þau yrðu að taka þátt í kvótaleigunni.Hafrún ÍS 400Svona skip voru seld í brotajárn,sem tugum skipti,þar sem að þau voru orðin kvótalaus.Sóunn á verðmætum,sem var gífurleg.Það sorglegt að sjá á eftir þeim.Kannske eitt með fjögur í eftirdragi,á leið erlendis í brotajárn.

Enn er deilt um kvótann,enda á að fara að endurheimta kvótann til þjóðarinnar.En þá kemur ýmislegt í ljós,og eftir að gerast.Hverja útgerð á að skoða vegna skuldabagga,sem hvílir á útgerðinni.

Adolf Guðmundsson form.LÍÚ.segir að það sé búið að skerða aflamarkheimildir í stóra kerfinu um 40% og setja á báta undir 15 tonnum.

Nýlegar fréttir voru að Nóna ehf dóttirfélag Skinney/Þinganes, hafa fengið afskrifað 2,6 milljarða.En Nóna var skráð með 2 smábáta.

Er þarna ekki eitthvað samhengi? Stóru fyrirtækin eru stofna dóttirfyrirtæki ,sem eiga smábáta og eru sjálf að kaupa kvóta, þúsundir tonna,og færa yfir á trillurnar og leiga svo þaðan út,bæði til annara aðila,eða til sín sjálfs.

Með öðrum orðum að dótturfélögin eru rekin um braskið,fá lá úr bönkum með veð í kvótanum.Leiga ,selja og kaupa kvóta,og nota við tegundabreytinga.

Þetta ber að skoða hjá öðrum fyrirtækjum.Landsmenn eiga rétt á því,þar sem afskriftir lána lenda harðast á þeim.


Rannsóknir og upplýsinga er þörf.

Það vissulega þörf,að allar útgerðir séu skoðaðar.Þá aðallega lánamál.

Stærri útgerðir,þar sem þau eru eigendur einkahlutafélögum,sem er notuð til skuldasöfnunnar,til kaupa á kvótum eða hlutabréfum.Þessi einkafélög eru stofnuð í þeim tilgangi,að taka á skuldasöfnun og eru látin fara á hausinn,eða bankarnir halda hlífiskildi yfir þeim, með afskriftum.

Á meðan er rekstur stóru útgerðanna,í góðu lagi.Hér er aðferð til að fara í kringum lögin.

 


mbl.is Vill upplýsingar um skuldameðferð sjávarútvegsfyrirtækja
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvenær er mælirinn fullur?

 

 Er það nokkuð óeðlilegt að bankarnir geti greitt há laun.

Þeir sýna hagnað,þó að þeir afskrifi skuldir auðmanna,upp á marga milljarða,á sama kaupa þeir húsnæðislán fyrir hálfvirði af gömlu bönkunum.

Þá er innheimt af skuldurum upp í topp,með verðbótum,vöxtum ,vaxtavöxtum  og innheimtukostnaði.Og síðan hirða þeir húsnæðið af fólki með því að kaupa það á 1/10 af verðmæti þess.


mbl.is Auðmenn græða á uppboðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skila Færeyingum.

Er ekki rétt að við Íslendingar skilum aftur láninu,sem fengum frá þeim.

Við höfum fengið lán AFG,sem er talin nægja okkur.

Sýnum Færeyingum þakklæti.


mbl.is Örlög Eikar banka ráðin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvílík ræða.

Ég hlustaði rétt í þessu,ræðu Þórs Saari á Alþingi.

Ég skora á alla,sem ekki heyrðu að verða sér úti,um ræðuna,á neti Alþingi.

Hér er sonur þjóðarinnar,sem hún má vera stolt af.

 


Nýtt dæluskip nauðsynlegt.

Siglingamálastofnun segir að þarf að útvega sanddæluskip til nota.

Ef sanddæluskip yrði tekið á leigu einungis til þeirra verkefna til að dæla úr höfninni,er hætt við að leigugjald yrði nokkuð hátt,þar sem að skip hefði ekki annað verkefni.

Verkfræðingur hefur lagt til að dælubúnaður yrði settur við höfnina,tekur undir tillögu,sem ég hef áður lagt til.Þá spyr maður hvort kostnaður á slíkum dælubúnaði hefur verið kannaður,og ekki síður hvort það sé gerlegt að koma upp slíkum búnaði,sem gæti virkað.

Í viðtali við fréttamiðla,segir verkfræðingur Siglingamálastofnun,að þeir bíði eftir sv-eða v-átt,sem myndi hreinsa upp það efni,sem sækir í höfnina.Ég vil benda á,að vestanátt hefur ekkert að segja varðandi hreinsun hafnarinnar.Það er straumur,sem skiptir öllu máli.Vesturfall er það sterk,en austurfall er ekkert.

Rök fyrir þessum skrifum er sú,að ef út er sett baugja(t.d.netabaugja),þó að sé vestanátt leitar hún á móti vindáttinni,vegna straums.Þar að segja að hafaldan kemur á hafnargarðanna í yfirborðinu,en straumur undir yfirborðinu ber sand í gagnstæðaátt.


mbl.is Nýtt sanddælusskip nauðsynlegt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Íslendingar þurfa ekki að fara inn í lögsögu annara ríkja.

Ég hef áður sagt,að samningur um veiðar á makríl,má aldrei verða í þá veru að erlend skip komi inn í íslenska lögsögu til að veiða makríl.Því getum við tekið undir það að Íslendingar veiði makríl innan sinnar lögsögu,en ekki annara.

Hér er um mikilvægt atriði,ekki síst vegna meðafla.


mbl.is ESB hleypi Íslendingum ekki inn í lögsöguna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband