Um N-Atlantsleiðina.

Í fréttum RÚV er sagt frá því,að Kínverjar veita því athygli,hvort Íslendingar gangi inn í ESB.Þeim eru það mikið mun,að koma á siglingum um N-Atlantsleiðina.

Þeir eru farnir að byggja stór gáma-skip,þau eiga vera sérstaklega styrkt,til að þola það,að sigla í gegnum ísbreiður,sem kunna að vera á leiðinni.

Þeir eru að huga að því,að Ísland geti verið hentugt til umskipunnar,og að Íslendingar geti haft umsjón og séð um áframhaldandi flutning til Evrópu og austurströnd Ameriku.En auðvitað er það skilyrði,að til okkar verði leitað,að við séum utan ESB.

Ég hef haft orð að þessum möguleika Íslendinga,í nokkrum bloggskrifum allt frá því að ég hóf að blogga hér.Hér eru um stærstu möguleika okkar til að umbreyta högum þjóðarinnar.

Það þarf að byggja sér umskipunnarhöfn,þar sem dýpi er mikið til að taka við stórum skipum,sem og miklu hafnarsvæði með fjöldann allan af bryggjuaðstæðum fyrir smærri skip,sem taka við vörunni.Við gætum einnig haft einokrun á áframhaldandi flutningum,með smærri skip.

Kannske yrði þetta kveikja að vekja upp ímynd íslenska sjómannsins,eins og ég minnist á í bloggi mínu frá desember 2009.

Staðreyndin er sú,að tækifæri okkur,er margtfalt meiri utan ESB,en innan.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Ríkharðsson

Já Ingvi, ég styð það heilshugar að bæta ímynd hins íslenska sjómanns. Hinn sanni íslenski sjómaður býr yfir miklum styrk sem og þrautsegju. Í nútímanum er barráttan minni en hún var. En það að standa í snarvitlausu veðri og bullandi ágjöf, auk þess að vinna erfið störf við þessar ástæður, það er ekki öllum gefið. Einnig má ekki gleyma þeim verðmætum sem sjómenn skila inn í landið.

Ísland er og verður fiskveiðiþjóð fyrst og fremst, þótt gott sé að bygja upp aðrar greinar. En saga sjómanna er saga mestu framfara Íslandssögunnar. Þá er bæði átt við fiskimenn og farmenn.

Jón Ríkharðsson, 8.3.2010 kl. 02:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband