Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2011

Eru veðmál,sem stjórna skoðunum þingmanna?

Í Frettablaðinu kemur fram,að Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra hafi borið sig vel,að hans fólk væri "hresst eftir aðstæðum".Hann sjálfur kvaðst þó vera kátur,enda hefði hann unnið svo margar vínflöskur í veðmálum um ákvörðum forsetans.

Ég spyr hvað er að gerast á Alþingi?Eru alþingismenn að vinna að lögum eftir sannfæringu sinni eða eftir veðmálum um hvernig kosning fer um einstök mál.

Er Alþingi orðið spilavíti,án laga?


Af hverju óútfylltur víxill?

Kristján Þór Júlíusson hefur farið fram að skilanefnd Landsbankans að fá mat á eignasafn bankans verði kunngert.En skilanefndin hefur ekki viljað gangast við því.

Engin fær að vita um eignasafn Landsbankans,og þar að leiðandi,liggur það ekki fyrir hvað skuldareikningur Íslendinga er hár vegna ICESAVE.

Margir eru kröfuhafar að Landsbankanum og eru ekki ljóst hvaða kröfur hafa forgang.Skilanefndin er að vinna að endanlegri lausn.Þá spyr maður,hver yrðu afleiðingar ef þjóðin samþykkir þann óútfyllta víxil,sem lagður er undir til samþykktar.

Er þá ekki að vera veita skilanefndinni heimild til að ganga frá öðrum kröfumálum áður en ICESAVE reikningurinn verði borgaður.Það er að segja láta forgangsröð ICESAVE færist mikið aftar á listann um forgangskröfur?

Þjóðin hlýtur að vilja að fá fastar tölur á víxil þann,sem hún á að borga,en ekki að standa frammi fyrir því að greiða skuld sem vex,vegna þess að skilanefndin notar eignasafn Landsbankans til annara nota.


Enn og aftur vil ég vekja athygli að tillögu minni.

Sanddæluskipið Skandia.Ég hef lagt það til að hluti Markarfljót verði leitt í gegnum Landeyjarhöfn.

Ég krefst að sérfræðingar skoði þessa hugmynd.Ég tel að framrás á rennsli frá fljótinu ýti sandinum frá hafnarmynninu.

Það mætti leiða rennslið í pípum,sem stjórnað er með lokum.

Þeir sem hafa farið um hafnir t.d. á Bretlandi ,Þýskaland og Hollandi,sjá að hafnirnar eru innan við mynni fljóta.Við getum nefnt Humber-fljót,þar eru hafnir Grimby og HUll.Í gegnum London liggur Thames-fljótið og heldur höfnum þar opinni.Við skulum fara yfir Ermasund.Hamburg liggur við fljóðið ELBE(eða Saxelfur).Rotterdam í Hollandi liggur fljót.Svona get ég haldið áfram.

Ef við snúum okkur að Landeyjarhöfn og þær kostnaðar miklu aðgerðir,sem þar eru að gera,eru einungis bráðbrigða lausnir.Og gera ekkert annað en taka til sín fjármagn frá öðrum nauðsynlegum samgöngubótum.


mbl.is Ölduhæð hamlar dælingu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kennitöluflakk.

Ég vil vekja athygli á þá óæran að áhveðnir aðilar,geti hlupið frá rekstri sínum á einkahlutafélagi án nokkura ábyrgða.Oft skilja þeir ehf. í þeirri stöðu,að launþegar hjá þeim eiga inni kaupkröfur til langs tíma,vegna þess að þeir hafa treyst eiganda til að leiðrétta sinn rekstur, og þá fái þeir sín laun.

Það er oft sem að þeir,sem eru í forsvari fyrir viðkomandi verkalýðsfélagi,fá kaupkröfur til innheimtu hjá sömu aðilum aftur og aftur,en þá hjá nýju og nýju einkahlutafélagi.

Þessu verður að breyta.Menn eiga ekki að geta látið einkahlutafélög fara á hausinn trekk í trekk,og skilið við félögin með himinháar skuldir,sem lenda á þjóðinni.

Alfreð Gíslason þjálfari,sem hefur starfað í Þýskalandi,sagði í sjónvarpsviðtali,að þar eru þeir,sem setja félögin sín á hausinn,ekki heimild að stofna annað innan áhveðinn langs tíma.

Þetta fyrirkomulag þarf að taka upp hér á landi.Ég get ekki litið fram hjá því,menn komi eins og frelsandi englar,við að yfirtaka eigur og lofa launþegum bjartari framtíð,en hafa í raun,engan annan áhuga,að ná út úr viðkomandi fyrirtæki,einhverjum fjármunum,og hlupa síðan á braut.


Bretar styðja íslenska andstöðumanna við ESB.

Það er nokkuð merkilegt að Bretar(Skotar),skulu leggja Makríl-deiluna fram með þessum hætti,þar sem að það voru samningsaðilar Breta og Norðmanna,sem vildu ekki semja við Íslendinga og Færeyinga.

Þau tilboð,sem Bretar og Norðmenn lögðu fram gátu þau engan veginn gert Íslendingum fært að halda áfram samningaumleitunum.

Að sama skapi má koma inn á Ice-save samningana.Þar vilja meiri hluta Íslendinga,að málið fari fyrir dómsstóla.

Bæði þessi mál,segja okkur að Íslendingar hafa ekkert inn í ESB að gera.Því teldi ég að Icesave-samninga ber að hafna eða frysta.Og aðildarviðræðum við ESB verði hætt.

Við látum ekki kúga okkur.


mbl.is Styður frestun aðildarviðræðna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fordæmisgildi.

Í umræðum um Icesave-málið kom meðal annars fram í ræðu Sifjar Friðleifsdóttir um að hætta væri á ef málið færi fyrir dóm hjá Esa myndi úrskurður dómsins,yrði hann okkur í vil,hafa gífurleg áhrif á allt efnahagskerfi Evrópu,og af þeim sökum,taldi hún að dómarar myndu ekki dæma okkur í vil.

Hér er í raun að vera að vitna í þann orðróm um að Hæstiréttur Íslands,dæmi eftir pólitískum leiðum.

Í ræðu Guðlaug Þórs Þórðarsonar kom að því að gallar í tilskipun ESB væri til athugunnar,sem skipta  miklu máli vegna þess að gallarnir hafa valdið þeirri stöðu,sem við erum í.

Þá kem ég að hugleiðingum mínum.Ég tel að það eigi að setja ICESAVE-samninganna í frost.

Ríkisstjórn Íslands á að leggja mál til Alþjóðadómstóla og dómstóla S.Þ.,en ekki dómstóla ESB.

Hér er í raun prófmál,sem varðar allar þjóðir.Hér er þörf að kalla fram dómsútskurð,sem hefur fordæmissgildi fyrir allar þjóðir í þessum heimi.

Hér er líka spursmál um hvort þjóð eigi að ábyrgjast aðgerðir þegna sinna.

Því teldi ég að allar þjóðir beri kostnað á slíkum málaferlum,og jafnvel að greiða ICESAVE -reikninginn,ef úrskurður dómsmálsins yrði okkur í óhag.


mbl.is Ýta á alla takka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Umboðsmaður aldraða.

Eins og kemur fram í frétt þessari,að víða er pottur brotinn í málefnum aldraða.Af bágum kjörum þeirra er ráðist með hærri útgjöldum.

Fréttin er unnin í samráði við framkv.stj.Félag eldri borgara í Rvík.En þar kemur fram hækkun á þjónustu aldraða.En það má benda á fleiri þætti.

Engin hækkun hefur verið á kjörum aldraða á síðustu árum.Heldur hefur skerðing á lífeyrir aukist  verulega.Má þar nefna vegna fjármagnstekjur,þar er brúttótekjur er hafðar til viðmiðunnar,þrátt fyrir að fjármagnsgjöld er jafnvel hærri.Einnig er ekki tekið til greina himinhátt leiguverð á húsnæði,sem er ætlað eldri borgurum.

Eldri borgari þarf í mörgum tilfellum að greiða fyrir þjónustu,sem aðrir þurfa ekki greiða,en það vegna þess að það ekki burði til að gera sjálf,vegna veikinda og þrekleysi.Má þar nefna,hárgreiðslu,viðgerða á fötum,matreiðslu svona má lengi telja.

Skerðing á grunnlífeyrir vegna launa,ef eldri borgari vill taka sér starf,er alveg út í hróa.Sem og skerðing vegna lífeyrir frá Lífeyrissjóðunum,þar sem að flestir hafa talið að greiðsla til þeirra,var hugsuð til auka ráðstöfunarfé við ellilífeyrir.Enda var talið að skattlagningin tekna í gegnum starfsævina hafi verið meðal annars ætlað til að fá ellilífeyrir,þegar aldurinn færðist yfir.

Hér er örlítið brot af þeim kjaraskerðingum,sem eldri borgarar hafa og eru látnir þola.

Stjórnir Félaga eldri borgara eiga að vera talsmenn eldri borgara,en það er til álita,hvort félög eldri borgara séu ekki frekar til að viðhalda tómstundum gamla fólksins,en að vera í kjarabaráttu.Af þeim sökum teldi ég að embætti Umboðsmann aldraða berjist fyrir kjörum og verði upplýsingabrunnur um rétt gamla fólksins.


mbl.is Bág kjör aldraðra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband