Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2010

Dræm kosning.

 Það hefur löngum verið hörð barátta um kosningarétt.Rétt fyrir því að lýsa yfir skoðun sinni.

 En slík þáttaka,sem raun ber vitni,skyldi maður halda,að allt upp í 60% að atkvæðisbærum mönnum hafi ekki neina skoðun,og eru ánægðir með að vera þrælar allt sitt líf.

 Þó margir hafi talið að þyrfti ekki að breyta stjórnarskránni,þýddi ekki það,að þeir þyrftu ekki að kjósa.Kosningin var staðreynd,og því yrðu menn að neyta atkvæðisrétt sinn.

 Þessi niðurstaða sýnir það að fólk hefur enn trú á fjórflokknum,flokknum sem foreldrar þeirra kusu,og tóku það síðan erfðir.Sem sagt pabbatólitíkin lifir enn.

 En fyrst og síðast vonast ég að það fólk,sem kemst á stjórnlagaþing,verði góðir fulltrúar þjóðarinnar bæði þeirra sem kusu,sem og þeirra sem kusu ekki.Og að niðurstöður þeirra verði þjóðinni til sóma og framdráttar.Ég vil óska þeim til hamingju,þó þau vita ekki ennþá hver útslitin verða,ekki síður vil ég þakka þeim sem buðu sig fram,,því að þau höfðu góðan ásetning um að gera þjóðinni gott.


mbl.is Kosningaþátttaka líklega um 40%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Niðurstöður stjórnlagaþings.

Nú líður að kosningu til stjórnlagaþings.Frambjóðendur hafa tjáð sig um,hvað þeir vildu breyta og bæta,á núgildandi stjórnarskrá.

En hvað á svo gera við niðurstöður þingsins?Því hefur verið haldið fram af sumum,að niðurstöður stjórnlagaþings,skulu fara í þjóðaratkvæðisgreiðslu.

Þetta er skiljanleg tillaga,þar sem að það er hætta á að alþingismenn,verði ekki sáttir við niðurstöðurnar.Sérstaklega eru breytingar,sem kynni að vera um stjórnskipan landsins.

Þá á ég við t.d.Aðskilnað löggjafarvald og framkvæmdavalds.-Að ráðherrar sitji ekki á Alþingi.-Að forsætiráðherra skipi ráðherra eftir faglegum grunni.-Persónukjör.-Forsetavald-Þjóðaratkvæðisgreiðslu.-Tímamörkun um setu á Alþingi.- Lágmarkfylgi þjóðar til afsölun á stjórn landsins -o.fl.

Þarna hef ég talið upp atriði,þó hér sé ekki tæmandi.

En þarna er lagðar fram niðurstöður,sem eru til höfuðs sjálfum alþingismönnunum.Þarna er jafnvel gert ráð fyrir að viðkomandi fari af þingi strax vegna tímamarka um setu,Þarna eru gerðar tillögur um að flokkræði verði afnumið.

Nei ég er viss um að niðurstöður stjórnlagaþings fara aldrei í gegnum Alþingi,nema með miklum breytingum frá þingmönnum,sem koma til að þynna kröfurnar um breytingar,sem þjóðin krefst, að engu.

Þó að ég ætli að kjósa,er ég viss að niðurstöður stjórnlagaþings fari í skúffu Alþingis.


Vangaveltur um skoðannir frambjóðanda.

Eins og komið hefur fram eru 522 frambjóðendur til stjórnlagaþings.Við lestur á skoðun frambjóðanda til stjórnlagaþings kemur víða fram að flestir vilja réttlæti,jafnræði og virk og gagnsætt lýðræði.

Þá eru flestir á því að aðskilja löggjafa-framkvæmda og dómsvald.Þá lagt til af sumum að ráðherrar séu utanþings og jafnvel að forsætisráðherra ráði aðra ráðherra eftir faglegum grunni.Þar að segja að þeir hafi reynslu og kunnáttu á því sviði,sem þeir fást við.

Þá kemur fram að forsetaembættið og forsætisráðherraembættið veri sameinað,og eitt ráðandi afl verði æðsta vald á Íslandi.

Margir vilja breyta þannig að Ísland verði eitt kjördæmi.Þarna má ætla að þeir sem leggja því fram fái ekki mörg atkvæði frá íbúum utan höfuðborgarsvæðisins.

Einn af frambjóðendum(7319) vill setja tímamörk á setu þingmanna á Alþingi,eigi að miðast við tvö kjörtímabil,þá veltir maður því fyrir sér hvort æðstu embættismenn stofnanna á vegum ríkisins ættu ekki að hlýta þeim mörkum,ekki eins og er í dag,að þeir séu æviráðnir.

Þá komu nokkrir inn á persónukjör við alþingiskosningar.Þá yrði blandað kerfi inn á Alþingi,annars vegar flokkræði og hins hópur einstaklinga utan flokka.Við þá breytingu yrði kosningar að fara með sviðuðu sniði og nú er gert í kosningum til stjórnlagaþings.

Þá virðist margir vilja aðskilnað ríkis og kirkju.Ýmsar uppákomur á síðasta ári hafa valdið því að slík hugsun er á hávegum höfð.

Athyglisvert að einungis einn frambjóðandi(4756) telur að það þurfi að vera markviss viðurlög fyrir broti á stjórnarskrá.Þá er rétt að víkja að ummælum dr.Sigurð Líndal,að þarf ekki að breyta stjórnarskránni,heldur eigi að fara eftir henni.Það er óþolandi að þingmaður,sem er að hefja þingstörf,sver eið að starfa eftir stjórnarskránni og starfa eftir sinni sannfæringu,brýtur svo heit sín á fyrsta degi.

Þá eru flestir ef ekki allir inn á því að auðlindir Íslands til sjávar og lands verði í eigum þjóðarinnar,og verði ekki framseldar til nokkra aðila.En nýtingaréttur verða til takmarks tíma.Auðlindir geta verið á mörgum toga.Á landi:Ferskt vatn,heittvatn(gufa) fallvötn og afréttar og þjóðgarðar og síðast,sem ekki síst náttúruundur,sem víða er.Þarna má vissulega huga að eignarhaldi jarðareiganda á vatnslindum og hitavatnsæðum.Hafsvæðið:Fiskur og önnur sjávarföng.Auðlindir undir sjávarbotni.Þarna er mikill ágreiningur um nýtingarett(kvóta og kannske nýtingarétt á olíulindum.)

Einn frambjóðandi (8804) vill að framsal á fullveldi þjóðar þurfi að minnsta kosti 75% atkvæði kosningabæra manna til að slíkt framsal yrðu samþykkt.t.d. ef fer fram þjóðaratkvæðagreiðsla um aðild að ESB.Ég tel að þetta ákvæði þurfi að ná að ganga.

 


Spilling,spilling og aftur spilling.

Í viðtali við Guðlaug Þór kemur fram að Íbúðalánasjóður er í raun gjaldþrota.Hver er ástæðan?Jú,íbúðalánasjóður hefur tapað gífurlegum upphæðum á kaupum á sjóðsbréfum og skuldabréfum gömlu bankanna.

Þá spyr maður,var þetta hlutverk Íbúðalánasjóð,eða voru þetta gæluverkefni stjórnanda sjóðsins.Það verður að rannsaka það hvort hér sé ekki brot á lögum um rekstraform sjóðsins.

Þá spyr maður.Hver var tilgangur með stofnun Byggðastofnun?Jú ég hef haldið að hér væri stofnun,sem ætti að aðstoða fyrirtæki utan höfuðborgarsvæðisins.Enda var ætlun að halda uppi byggð um land allt.Hér var reiknað með að áhveðin upphæð frá ríkinu til dreifingar um allt land.Og áttu stjórnendur,að sjá það.En nú kemur í ljós,að Byggðarstofnun hefur ábyrgst lán til kaupa á rækjukvóta upp á annan milljarð með veð í kvótanum.En við aðgerðir sjávarútvegsmálaráðherra við að gera rækjuveiðar frjálsar,hafa gert veðhæfi kvótans að engu.Þá spyr maður.Hver gefur stjórnendum Byggðastofnun leifi að lána stórar upphæðir til einstaklinga með veð í kvóta?Er þetta heimilt samkvæmt lögum eða reglugerðum um Byggðastofnun?Er ekki einhver takmörk hversu háar upphæðir hver einstaklingur fær til áhveðins verkefni?

Það má segja að  spillingaröflin,hafa leitað uppi alla geymslusjóði fjármagns,til að tæma,ekki aðeins bankanna,lífeyrissjóðanna,tryggingafélaga o.fl.

Stjórnendur stofnanna hafa allir fallið í þá gryfju,að taka þátt í sukkinu,en spurningin er alltaf sú.Hvaða heimild höfðu þeir að spila með eigur þjóðarinnar?

 


En koma tillögur til úrlausna.

En koma tillögur til úrlausna,hvernig skal halda Landeyjahöfn opinni.Margir hafa bendt á það að ekki verður til sú lausn,sem getur orðið til að viðhalda dýpi í höfninni.

Þessar þrjár tillögur,sem eru nokkuð kostnaðarmiklar,og eru engan veginn trygging á því að til takist að haldi höfninni opinni.

Hvernig væri að leiða hluta af Markarfjóti í gegnum höfnina.Straumur árvatnsins myndi þvínga sandinum,sem fyrir væri í hafnarmynninu út.??????????


mbl.is Lóðsinn látinn plægja Landeyjahöfn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Réttlætið sigrar á endanum.

Í vetur kom upp atvik,sem var til þess að margir áhorfendur fellu frá áhorfi vegna þess að Vettel var neiddur af stjórnendum RedBull að gefa eftir sigur til Webber.Þetta kostaði Vettel 7 stig.

Þarna var verið að stýra úrslitum,líkt og var gert hjá Ferrari fyrir nokkrum árum.Hér er samskonar glæpur gerður,og þegar mönnum er mútað við að hagræða úrslitum í öðrum íþróttum.

Vettel er vel að sigrinum komið.Við óskum þessum 23 ára snillingi  til hamingju.


mbl.is Vettel heimsmeistari - sá yngsti í sögu formúlu-1
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stofna ný verkalýðsfélög.

 Á Utvarp Sögu fór fram könnun á meðal hlustanda,hvort stofna yrði ný verkalýðsfélög til höfuðs þeim,sem fyrir eru.

Við þá könnun kom fram að 85% sögðu "Já".

Ég var nokkuð undrandi,að svona meirihluti vildi í raun að fleiri forkálfar væru á launum hjá þeim,en nú er.Er ekki nóg að borga laun einna stjórnar en tveggja.Og engin trygging fyrir því,að forusta nýju félaganna séu betri,en þeir sem ráða í gömlu félögunum.

 Ég hef starfað að félagsmálum og veit í raun,hvað veldur því að forustumenn gömlu félaganna sitja ævilangt í stjórnum þeirra.En ástæðan einfaldlega sú að félagsmenn sækja ekki félagsfundi.Þeir láta það óhreift að leggja skoðannir sínar fram,heldur skammast heldur í kaffistofum og borðsölum á vinnustað.Þetta á ekki síður við,að ef félagsmenn vilja hafa áhrif á að breyta um stjórn,er það eingöngu gert með því að leggja fram lista að nýrri stjórn,og kjósa.

Þannig að sökin er félagsmanna,hvernig ákveðnir menn geta valsað með félagssjóði og eigur félagsmanna eins og þeir vilja.Enda telja þeir,að þegar búið er að kjósa þá einu sinni í starfið eru þeir æviráðnir.Þegar þeir vilja hærri laun,þá leggja þeir það til á fámennum félagsfundi,sem er sóttur af mönnum,sem er viðhallir stjórninni og fá samþykki án vandkvæða.

Þú "launþegi"farðu og sýndu á þér klærnar,og farðu í félagsfund,og komdu þínum málum á framfæri.Þá fyrst geturðu sent gamlar stjórnir út í hafsauga,og fengið nýjar,sem vilja starfa að málum launþega.Og hafðu það hugfast,að það sé nauðsynlegt og skipta um stjórnir innan fárra ára.Þá fyrst er von um að forustumenn lenda ekki í þá gryfju,blanda starfi sínu með viðsemjendur vegna kunningskap.


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband