Hvað er það,sem á að rannsaka?

Herjólfur í Landeyjahöfn.Rannsaka atvik við Landeyjarhöfn.

Það liggur nú þegar ljóst fyrir að skipið hefur fengið öldu undir hornið á stjórnborða,sem hefur snúið skipinu.Þetta veit skipstjórinn.

 Til að koma í veg fyrir að svona hendi,er nauðsynlegt að austurgarðurinn verði lengdur.Þannig að skipið geti komið að höfninni úr suðvestri,og snúið inn í hafnarmynnið er það kemur í skjól af garðinum.

 Þegar höfnin í Þorlákshöfn var byggð voru steyptir steinar,sem líktust ankeri.Þessir steinar kræktust saman.Garður úr slíkum steinum drap niður ölduna.

Slíka steina á að nota við lenginguna.

 Ég einnig vil benda á að við hafnarmynnið í Hirtsal í Danmörku er hluta hafnargarðsins með slíkum steinum.Þegar siglt var inn fyrir garðinn,var komið sléttan og hreyfingalausan sjó,þó að hér væri fyrir opnu hafi,og talsverð bræla fyrir utan.Þetta vita margir íslenskir sjómenn,sem stunduðu síldveiðar í Norðursjó og seldu aflann sinn í Hirtsal.

Vissulega yrði sú aðferð kostnaðarsöm.En það er sama ,ef á að nota þessa höfn til framtíðar verðurekki og á ekki að horfa í hann.Stórslys á fólki er ekki mælt í peningum. 

 Ég vil ekki skilja við skrif mín um Landeyjarhöfn,en ítreka hugmynd mína um að hleypa hluta af Markarfljóti í gegnum höfnina.Þá myndi árstraumurinn mæta hafstraumnum og slæva hann.


mbl.is Rannsaka atvik í Landeyjahöfn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hörður Halldórsson

Landeyjarhöfn er þá bara hálfbyggð í raun og veru ?Seinni hálfleikur er semsagt eftir.

Hún er sennilega ekki hæf fyrir stærri skip(bíla og gáma skip )eins og sakir standa.

Hvað með minni báta eins og hvalaskoðunarbáta ,gætu þeir nýtt sér höfnina til fólksflutninga?

Hörður Halldórsson, 6.7.2011 kl. 15:30

2 Smámynd: Ingvi Rúnar Einarsson

Þakka innlitið Hörður.Höfn á ekki vera þannig að stjórnendur skipa,hvort sem þau stór eða smá,þurfi að leggja skip og áhöfn eða farþega í hættu,að komist þar inn.

Öldubrot getur ekki síður verið hættulegt smærri skipum,sem stórum.Brotin geta feykt smáum skipum miklu lengra út af leið,en þeim stóru.

Innsiglingin þarf að vera örugg.Því verður að bæta við varnargarðanna,helst með þeirri aðgerð,sem ég lýsti,að mínu áliti.

Ingvi Rúnar Einarsson, 8.7.2011 kl. 12:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband