Stolið úr grænmetis-og kartöflugörðum.

Frétt sú,sem var í Sjónvarpinu,að einhver hafi stolið grænmeti úr görðum,þar sem fólk er að rækta grænmeti og kartöflum,vakti athygli mína.

 Ung telpa,sem hafði sáð í vor ásamt fjölskyldu sinni,og hafði fylgst með vexti grænmetisins í allt sumar.Þegar kom nú til að fylgjast með var búið að stela grænmetinu.Vissulega var hún sár og skildi ekkert í því,hvaða fólk gat gert henni slíkan óleik.

Þegar ég var að alast upp hér í Reykjavík,þá voru kartöflugarðar í Safamýrinni(þar sem að Kringlan er nú.)Þarna ræktaði fólk kartöflur og fleiri grænmeti,hver og einn hafði sína spildu.Voru garðarnir ógirtir,enda var talið að enginn færi ránhendi þar um,þó að hér var álitið ef svo væri,að það væri þá einhverjar skepnur.

Íslendingar hafa ekki verið miklar grænmetisætur,en nú er þó miklar breytingar á.Margir nýir Íslendingar,þekkja mikið grænmetisát og eru réttir þeirra aðallega grænmeti,ásamt kryddi sem unnið er úr grænmeti.

Þjóðfélagið hefur mikið breyst,þar sem stuldur er miklu algengari núna en áður.Fólk átti það,sem það átti,og flestum var það lögmál og lét það vera,þrátt fyrir að það væri ekki læst eða girt af.

Ég tel að hér sé nauðsyn,að það komi í ljós,hver eða hverjir hafa farið ránshendi um grænmeti litlu telpunnar,svo hugur hennar um að allir séu óheiðarlegir staðnemist ekki í hennar saklausa höfði.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Júlíusson

Ég held að fullyrða megi  að þarna séu um erlenda aðila að ræða, ég veit að þeir vaða í gáma við verslanir og hirða gamalt brauð sem hent er sem og gamalt grænmeti og tel þá vissulega geta ásælst þetta ferska grænmeti sem hægt er að næla sér í í skjóli nætur!!!

Guðmundur Júlíusson, 6.8.2010 kl. 21:15

2 Smámynd: Ingvi Rúnar Einarsson

Þakka innlitið.Ég fullyrði ekki um neitt,en við Íslendingar vorum almennt heiðarlegir og virtum eigur manna.Fólk gat hér farið óhrætt frá opnum húsum sínum og öðrum eigum án þess að vera hrætt um að öllu væri stolið.

Nýjustu fréttir er um sauðaþjónað.Hvaða Íslendingur getur gengið út í haga og slátrað næstu kind með hníf,fláð , hirt kjötið og horfið af vettfangi.Þetta las maður um útilegumenn,en að slík geti skeð á okkar tíma,er okkur ráðgáta.

Ingvi Rúnar Einarsson, 7.8.2010 kl. 00:11

3 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Það hefur alltaf verið stolið úr svona görðum, líka á Húsavík í kringum 1965 þegar ég var að rækta og eins í heimagörðum, því miður.

Ásdís Sigurðardóttir, 8.8.2010 kl. 14:08

4 Smámynd: Ingvi Rúnar Einarsson

Þakka innlitið Ásdís.Ég hef heyrt að unglingar hafa valdið skemmdum í skólagörðum.Nú þín reynsla segir sitt.Ég er sammála,þegur þú segir því miður.En það er lákúrulegt að svona getur átt sér stað,þar sem að flestum er gefinn kostur á að rækta sjálft.En það er skrítinn hugsun að vilja frekar vera þjófur,en að rækta sinn eiginn garð.

Ingvi Rúnar Einarsson, 8.8.2010 kl. 23:00

5 Smámynd: Jón Ríkharðsson

Já Ingvi, þetta er neikvæð þróun. Það þarf að breyta hugsunarhætti þjóðarinnar og kenna fólki heiðarleika, við höfum farið allt of langt frá upprunanum, ef svo má að orði komast.

Ég var mikið hjá ömmu minni sem barn og unglingur. Ég man hversu oft hún sagði mér að við værum heppin að hafa fæðst á Íslandi. Hér væru engir glæpir, hreint loft, vatn og heilnæmur matur.

Þar sem hún hafði ferðast víða um heiminn, þá sagði hún mér að í útlöndum væri það þannig að ef einhver lægi slaðaður í blóði sínu, þá kæmi enginn honum til hjálpar. Það væri annað hér á Íslandi.

Ég man að frásagnir hennar spegluðu vel þann veruleika sem þá var hér á landi, fyrir ca. fjörtíu árum. Þá var allt miklu manneskjulegra og saklausara líf.

Svo komumst við að því að allt væri svo gott sem kæmi frá útlöndum Vissulega kemur margt gott þaðan, en við gleymdum að velja það besta úr, við tókum allan pakann.

Jón Ríkharðsson, 9.8.2010 kl. 11:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband