Ruddaskapur eður ei.

Sjávarútvegsmálaráðherra hefur skipt(litgreint) sjávarútvegsfyrirtækin í flokka,eftir fjárhagsstöðu þeirra.

Samkvæmt því eru sum þeirra fyrirtækja í vonlausri stöðu,vegna mikilla skulda.

Skuldir þessar hafa í flestum tilvikum,verið vegna lána til að kaupa kvóta.Hér hafa forráðamenn fyrirtækjanna,reist sér burðaröxl,sem þeir áttu að gera sér grein fyrir,að var þeim ofviða.Veð fyrir þessum lánum,hefur verið"kvótaeign"Þeirra.Síðan hafa þeir veðsett nýkeyptan kvóta,til að öðlast meiri kvóti.Svona hefur það haldið áfram koll af kolli.

Aðrir hafa veðsett kvóta,til að kaupa hlutabréf í bönkum og öðrum fjármálafyrirtækjum,sem hafa orðið fyrir barðinu á niðursveiflunni.Hér hefur græðgi þeirra orðið þeim að aldurstila.

Þessum fyrirtækjum eru ekki viðreisnarvon.Þeim verður ekki bjargað.

Það eru vissulega sjávarútvegsfyrirtæki,sem hafa burðast við að reka sín fyrirtæki,eftir sinni getu,og reynt að hafa sitt á hreinu.Það má vissulega ætla það,að þau fyrirtæki ber að verðlauna með því að þau haldi sínum kvóta.

Það má vellta því fyrir sig,hvort fyrningarleið,sé rétta leiðin.En mér finnst það enginn ruddaskapur miðað við þá miklu hækkun á fiski,sem nú hafa verið.Meiri segja sjómenn eru farnir að ofbjóða,því háa verði,sem er á fiski.

Þess skal þó getið,að hér er átt við verð á fiski,sem fer á fiskmarkað,en ekki sá fiskur,sem fer beint til vinnslu hjá fyrirtækjum,sem eiga skipin.Hér er mikil munur á.Því skiljanlegt að sjómenn hafa ætíð barist fyrir því,allur fiskur skulu fara á fiskmarkað.

Spurning er hvort er aukningin á fiskveiðiheimildum á milli ára eigi ekki vera til ráðstöfunnar gegn auðlindagjaldi til þjóðarinnar.

 Staðreyndin er sú að,það vantar nýja stefnu í sjárvarútvegsmálum,sem þjóðin og aðrir hagsmunaaðilar geti sætt sig við.


mbl.is Segir fyrningarleið ruddaskap
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband