Er ríkisskattstjórinn kominn á sporið?

 

Ríkistjóri hefur verið að rannsaka hugsanlega skattasvik,vegna sölu á kvóta. 

Þegar kvótinn var gerður veðhæfur,fór gífurleg eignatilfærsla á stað.

Kvótinn var seldur fyrir gífarlegar upphæðir,og fjármagn það fór út úr greininni.En hvert?

 Það fór í ,m.a.kaupa eða byggja fasteignir,kaupa á knattspyrnufélagi í Englandi,ef til hlutabréf í bönkum,(sem nú tapað)sumarhús á Spáni og Florida USA,svona má hugsanlega lengi telja.

Kaupendur kvótans,voru útgerðarfélag,sem höfðu,að því virtist óstöðvandi lánstraust hjá bönkum,jafnvel öðrum fremur,en sitja nú eftir  stórskuldug,sem er ekki óskiljanlegt.Í sumum tilfellum keyptu þau heilu útgerðirnar,hyrtu kvótann af skipum þeim,sem með fylgdu og seldu skipin,svo fyrir nokkrar krónur eða hendtu þeim.Var hér um gífurlega sóun á fjármunum.Mörg þessara skipa voru í toppástandi.

Þeir sem keyptu skipin kvótalaus gerðust síðan leiguliðar hjá seljendum.Þetta var til þess að þarna skapaðist stór markaður fyrir leigukvóta.Enda margfaldaðist verðgildi leigukvótinn á stuttum tíma.

Ég fer aldrei ofan af því,að þegar leyft var að framselja kvótann,var andskotinn laus.Þetta var upphafið að græðgisvæðingu Íslendinga.Flest okkar voru smitað af mamoni og eru nú að súpa seiðið af því.

 Það er þó versta við það,að þeir saklausu voru dregnir með og eru að tapa aleigunni.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband