Fordæmisgildi.

Í umræðum um Icesave-málið kom meðal annars fram í ræðu Sifjar Friðleifsdóttir um að hætta væri á ef málið færi fyrir dóm hjá Esa myndi úrskurður dómsins,yrði hann okkur í vil,hafa gífurleg áhrif á allt efnahagskerfi Evrópu,og af þeim sökum,taldi hún að dómarar myndu ekki dæma okkur í vil.

Hér er í raun að vera að vitna í þann orðróm um að Hæstiréttur Íslands,dæmi eftir pólitískum leiðum.

Í ræðu Guðlaug Þórs Þórðarsonar kom að því að gallar í tilskipun ESB væri til athugunnar,sem skipta  miklu máli vegna þess að gallarnir hafa valdið þeirri stöðu,sem við erum í.

Þá kem ég að hugleiðingum mínum.Ég tel að það eigi að setja ICESAVE-samninganna í frost.

Ríkisstjórn Íslands á að leggja mál til Alþjóðadómstóla og dómstóla S.Þ.,en ekki dómstóla ESB.

Hér er í raun prófmál,sem varðar allar þjóðir.Hér er þörf að kalla fram dómsútskurð,sem hefur fordæmissgildi fyrir allar þjóðir í þessum heimi.

Hér er líka spursmál um hvort þjóð eigi að ábyrgjast aðgerðir þegna sinna.

Því teldi ég að allar þjóðir beri kostnað á slíkum málaferlum,og jafnvel að greiða ICESAVE -reikninginn,ef úrskurður dómsmálsins yrði okkur í óhag.


mbl.is Ýta á alla takka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Eyjólfur G Svavarsson

Ingvi Rúnar" Mér líst mjög vel á þessar hugleiðingar þínar um Icesafe, setja mætti þessa hugmynd fram og athuga hvort Bretar og Hollendingar væru til í það. Ég myndi halda að þeyr mundu ekki vilja það, þetta þyrfti að koma fram eftir  þjóðaratkvæðagr, því það eru fleiri en Íslendingar hræddir við dóma, ef þeyr geta ekki haft áhrif á þápólitíkst.

Eyjólfur G Svavarsson, 3.2.2011 kl. 17:00

2 Smámynd: Ingvi Rúnar Einarsson

Þakka innlitið Eyjólfur.Nú hefur það skeð,að ICESAVE samningarnir hafa verið samþykkir.Þá bíður þjóðin eftir því,hvernig Forseti Íslands tekur á málum,hvort hann vísar málinu til þjóðarinnar.

Ef sú verður raunin teldi ég rétt að málið fari samt í dóm.Dómsúrskurður hefur veruleg áhrif á fjármálakerfið út um allan heim.Þá hefur hann ekki síður fordæmisgildi,auk getur maður gert því skóna,að niðurstöður dómsins taki til einhverja ára aftur í tímann.Þannig að Bretar og Hollendingar yrðu að greiða íslenskri þjóð tilbaka.

Ingvi Rúnar Einarsson, 3.2.2011 kl. 17:43

3 Smámynd: Erla Magna Alexandersdóttir

Eg held að Bretar hafi aldrei búist við að fá þessar greiðslur að fullu- það er verið að troða þeim ofan í þá !

Erla Magna Alexandersdóttir, 3.2.2011 kl. 19:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband